Menntamál - 01.05.1947, Blaðsíða 33

Menntamál - 01.05.1947, Blaðsíða 33
menntamál 71 UNESCO. Menningarsamtök Sameinuðu þjóðanna. i. í nóvembermánuði 1945 komu fulltrúar frá 44 þjóðum saman í London í því skyni að stofna til alþjóðlegs félags- skapar um menningarmál. Átti þessi félagsskapur að starfa á vegum Sameinuðu þjóðanna eða í nánum tengsl- um við þær. Áður hafði starfað nefnd til undirbúnings þessum fundi. Félagsskapurinn komst á laggirnar og hlaut heitið: United Nations Educational, Scientific and Cultural Organisátion. Á íslenzku mundi þetta merkja eitthvað á þessa lund: Uppeldis-, vísinda- og menningarsamtök Sameinuðu þjóðanna. En þetta er langt nafn og fer illa í munni, eins og raunar erlenda heitið líka. Erlenda nafnið er því að jafnaði stytt, upphafsstöfunum slengt saman í eitt orð, lítið og lipurt, og stofnunin kölluð: Unesco. Verður því heiti haldið hér, unz annað finnst, sem betur þætti fara. Á það hefur verið bent, að þetta skammstafaða nafn hafi táknræna merkingu: Á latínu þýðir ,,unesco“ = ég sameina. Og það er einmitt grundvallarhugsjón þessara samtaka að efla samhug meðal allra þjóða heims. . Unesco hefur gefið út skýrslu um markmið sín og fyrirætlanir. (Report on the Programme of the United Nations Educational, Scientific and Cultural Oraganis- ation 1946). Verður hér greint frá nokkurum höfuðatrið- um úr þessari skýrslu, einkum inngangi hennar og síðar skýrt nokkuru gerr frá því, sem varðar uppeldismál sér- staklega. Er það, sem úr skýrslunni er tekið, ýmist þýtt lauslega eða endursagt í styttra máli.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.