Vorið - 01.07.1934, Blaðsíða 5

Vorið - 01.07.1934, Blaðsíða 5
VORIÐ 45 sér að því að sleppa báðum hönd- unum af stýrinu án þess að detta. Þetta var Helga. — Hvert ertu að fara, Steini? spurði hún, og leit glettnislega framan í hann. Hann svaraöi ekki en herti ferðina. Hún reyndi að fylgja eftir, en þá steig hann hjólið af öllum kröftum, og það skildi með þeim. Það var sólskin og 20 stiga hiti í skugganum. Steini varð löður- sveittur af áreynslunni. En nú lá vegurinn eftir ljómandi fallegri lægð með skógivaxnar hlíðar á báðar hliðar. Steini leiddi hjólið út í skógarjaðarinn og reisti það upp viö tré, en gekk svo lengra upp í skógarhlíðina. Hann lagð- ist niður í skuggann undir stóru grenitré. Hér var notalegt að liggja aftur á bak og láta sér kólna. Hann horfði upp í grænar trjákrónurnar. En hvaða þrusk var þetta? Skyldi það vera högg- ormur. Hann hafði svo oft heyrt talað um að höggormar lægju i leyni í kjarrinu, risu svo allt í einu upp og hyggju í mann með eiturtönninni. Ef það væri nú höggormur? og svitinn spratt aftur út á enninu á Steina litla. En hann fékk ekki langan tíma til að hugsa um þetta, skyndilega dundi skot gegnum skóginn og strax á eftir annað og þriðja. Hvað gat þetta verið? Var verið að skjóta björn? Nei, hér voru engir birnir. Þeir voru engir til í Danmörku, bara í Noregi og Rússlandi og svo suð- ur í Alpafjöllum. Skotin héldu á- fram jafnt og þétt. Hjarta drengsins barðist um. Hann þorði sig hvergi að hræra. Hræðlsan við höggorminn gleymdist alveg og öll hugsunin snerist um, hvað þetta gæti verið. Honum datt í hug, að það væri komið stríð. Þjóðverjarnir væru svosem vísir til að vera komnir með fallbyssu, en mikið voru þeir vondir, að vera að skjóta á sjálfri hvítasunnunni, skyldu þeir líka hafa skotið í gær? En nú sá hann í gegnum skóg- inn, hvar vagn fór eftir veginum, skreytur flöggum, og þá mundi hann allt í einu eftir því, að það var 5. maí, og þá var æfinlega skotið og flaggað, því það var eitthvert merkilegt afmæli þjóð- arinnar. Nú varð hann rólegur aftur og lagðist útaf á ný. Skotin hættu og allt varð kyrrt. En það var eins og sólin væri að leita að þessum sorgbitna dreng, sem fór að heim- an án þess að láta pabba og mömmu vita. Hún smeygði geisl- unum sínum í gegnum svolitla glufu á milli trjágreinanna og skein beint framan í hann. Hvað vildi sólin honum Steina litla? Ef til vill ætlaði hún að hugga hann. Mamma hans hafði stundum kall- að sólina »auga guðs«, og hann hafði horft í gegnum dökkt gler á þetta »guðsauga«, til þess að

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.