Vorið - 01.01.1932, Blaðsíða 1

Vorið - 01.01.1932, Blaðsíða 1
LANOoOOKAS/'i M vY;i j.3 0537 .* aí í . b R BARNABLAÐ Útgefandi: Hannes J. Magnússon. 1. tölublað Akureyri, 1. janúar 1932. 1. árgangur Kæru ungu lesendu/r. Um leið og þetta litla blað ei* sent út til ykkar, þykir rétt að láta fylgja nokkur orð um tilgang þess. f því trausti, að ykkur þyki öll- um vænt um vorið, hefur þetta litla blað verið látið heita eftir því. Vorið hjálpar öllu til að vaxa, það rekur burtu kuldann, myrkrið og harðúðina, en flytur öllu sem lifir ljós, fegurð og yl. Það er innileg ósk þess, er að þessu litla blaði stendur, að það mætti vinna eitthvert svipað hlutverk í lífi ykkar, sem vorið vinnur í náttúr- unni. Hjálpa ykkur, ungu vinir, til að vaxa og verða svo heilbrigð og sterk, að kuldinn og myrkrið, hið illa í heiminum, hafi engin áhrif á ykkur. í æfintýrunum gömlu var oft talað um verndar- gripi, sem hlífðu, þeim er báru þá, frá öllu illu. Viljið þið eiga slíkan verndargrip? Eg skal nú segja ykkur hver hann er. Það eróspillt, gott og göfugt hjarta. Hjarta, sém getur látið sér þykja vænt um bæði menn og skepnur, og aldrei vinnur neinum mein, en er alltaf reiðubúið að hjálpa öllum, sem eiga bágt. Hjarta, sem á hugrekki og karlmennsku Gunnars á Hlíð- arenda, en drenglyndi Kolskeggs, sem aldrei vildi níðast á neinu því er honum var til trúað. Þetta litla blað vill af heilum hug hjálpa ykkur til að eiga og varðveita slíkan verndargrip, því ekkert er eins sorglegt að sjá, og börn og unglinga, sem búin eru að glata honum, og farin eru að spilla lífi

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.