Vorið - 01.07.1935, Blaðsíða 3

Vorið - 01.07.1935, Blaðsíða 3
VORtÐ 43 »Hafið þið heyrt nýjasta nýttV« »Nei«, svöruðu hinar báðar. »Þá skal ég' segja ykkur það«, sagði Stella. »Það á að vera sund- kappmót í sumar, og sá sem verð- Ul' fyrstur að marki, fær verð- laun, peninga,. en ég veit ekki hvað það verður mikið«. »Ó, hvað það verður gaman«, sagði Beta. »Hver ætli fái verð- 'auninV Það væri gaman að vita«. »Það verður önnur hvor ykkár, Seni fær þau, þið eruð svo góðar að synda«, sagði Anna. »Það verður að minnsta kosti ekki ég«„ sagði Beta. »Það eru margir sem eru betri en ég. En ug he'Jd að það verði Stella, sem Verður fyrst, hún er svo dugleg«. »Uss, nei, ég verð ekki fyrst«, Sagði SteJla. »Það er Jangt frá bví«. »Blessaðar Játið þið nú ekki svona. Ykkur þýðir það ekki beitt«, sagði Anna. »Það verður °bnur livor ylíkar,. sem verðlaun- úi fæi’«. »Ég held að þú sért orðin að sPákerlingu«, sagði Beta hlæj- andi. »En við skulum nú flýta °kkur lieim. Ég er orðin glor- hungruð«. Uagarnir liðu og alltaf nálgað- lst sundkappmótið. Börnin bæði hlökkuðu til og kviðu fyrir. Það var eiginlega um ekkert annað talað hjá börnunum í þorpinu, en hver fengi verðlaunin. Lang- ítast þörnin giskuðu á að önnur hvor þeirra Betu eða Stellu fengi þau, en samt bar hver sína von í brjósti, þó hann léti ekki mikið yfir því. Blíðlegur rann sá dagur upp, er sundkappið átti að fara fram. Lognið var svo mildð að reykur- inn úr húsunum stóð beint upp í loftið. Hann liðaðist liægt og ró- lega upp í loftið, þangað til hann loks livarf upp í dimmbláan geim- inn. Ekki vantaði heldur sólsldn- ið, þvi að það var bókstaflega allt baðað í sólskini. Úr öllum áttum komu börnin að laugunum, þegar átti að fara að byrja. Fullorðið fólk kom líka, og' ætlaði það að horfa á þegar sundkappið færi fram. Mikil var eftirvæntingin hjá keppendunum, þegar allt var tilbúið, en samt var ekki annað hæg't að sjá, cn að öll börnin væru fullkomJega róleg. Börnin voru tilbúin að stinga sér til sunds og biðu bara eftir mcrki frá sundkennaranum. Hann stóð með úr í annari hendi en vasa- klút í hinni, og öll börnin höfðu augun á honum. Allt í einu veif- aði sundkennarinn vasaklútnum og þá stungu öll börnin sér til sunds og tóku sundtökin. Nú er að segja frá þeim Stellu og Betu. Þær syntu rólega fyrst í stað,. en voru þó með þeim fyrstu í hópn- um. Svo fóru þær að herða sig og voru loks orðnar fyrstar. Þegar að markinu kom voru þær alveg jafnar, svo að það var ekki hægt að gera upp á milli þeirra. Nú

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.