Bjarmi - 01.06.1908, Side 2
no
B J A R M I
kost á sér til þingmensku; var liann
þá orðinn sýslumaður í Rangárvalla-
sýslu. En mikil eftirsjá var þinginu
að svo starfsömum manni og vitrum,
sem hann var.
A þingmenskuárum sínum ritaði
liann margar merkilegar rilgerðir um
ýmisleg landsmál, bæði í Andvara og
Þjóðólfi, og þótli jafnan mikils um
það vert.
Arið 1894 tekur hann við amt-
mannsembættinu norðan og austan.
— Sýslumannsembættinu hafði hann
gegnt með alúð og samvizkusemi, en
þó um leið með röggsemd, og var
leiðlogi bænda í ýmsum framkvæmd-
um.
Páll varð hinn síðasti amtmaður
nyrðra, og mun jafnan verða talinn
meðal hinna fremstu, sem því em-
bætti hafa gegnt. Og þó að embætt-
isslarf hans væri fremur þýðingarlítið,
þá hóf hann það til virðingar með
hugsjónum sínum og framlakssemi
og afrekaði mikið, einkum þó sem
forseti amtsráðsins. Landbúnaðinn
bar hann jafnan fyrir brjósli og fékk
mikilvægum umbótum lil vegar komið
(útrýming fjárkláðans, búnaðarskól-
inn á Hólum, búnaðarfélag íslands,
ræktunarfélag Norðurlands).
Árið 1897 tók Páll að gefa út tíma-
rit um »lögfræði, löggjafarmál og
þjóðhagsfræði«, sem nefndist »Lög-
fræðingur«. Komu 5 árgangar út af
því, að mestu leyti eftir hann sjálfan.
Þar eru margar ágælar ritgerðir, sem
snerta búnaðarmál, er skýrðu mjög
hugmyndir manna um þau efni (á-
gang búfjár, ábúð jarða).
Alþýðumentunarmálið var fyrsta og
helzta málið í augum lians. I langri
og ítarlegri ritgerð um mentun barna
og unglinga (í »Lögfræðingi«) scgir
hann meðal annars: nLifandi trú og
sönn mentnn eru máttarstoðirnar undir
siðgæði og siðmenningu þjóðanna«.
Þá væri vel, ef allir formenn þjóðar
vorrar litu sömu augum á það mál.
En harðorður var hann og kvað
Islendinga ómentaðasta allra þjóða
og sannaði það með haglræðisskýrsl-
um annara þjóða, að landsmenn hér
Iegðu afarlítið lil mentamála í saman-
Imrði við aðrar þjóðir. Eins og liann
bjóst sjállur við, þá vakti þessi ber-
sögli hans um menlunarleysið, ásamt
tillögu hans um auknar fjárveitingar til
alþýðumentunar, almenn mótmæli.
En hann fór nú einu sinni eftir sinni
sannfæringu, en ekki því, hvað al-
þýða manna vildi lieyra. En — síðan
hefir alþýðumentunarmálið verið eitt
meðal liinna fremstu á dagskrá þjóð-
arinnar.
Árið 1904 var hann skipaður 3.
forstjóri við lilutafélagsbankann, sem
þá var ný-stofnaður, og átli þar eink-
um að vera lögfræðislegur ráðanautur.
Það var starf, sem hann var einkar
vel til fallinn.
Verk þessa merkismanns var mikið,
þó æfin yrði ekki löng. Hann dó
17,-des. 1904 og var sem allur lands-
lýður fyndi til þungrar áhyggju út
af því, að hann skyldi vera kallaður
svona burtu frá hálfloknum iðjum,
og þætli sem »óliamingju Islands
verða alt að vopni«.
Páll var frábær eljumaður, las eða
skrifaði öllum dögum og fram á næt-
ur, og þó var hann heilsutæpur, en
viljinn var óbilandi. Honum var
jafnan anl um að komast að kjarn-
anum í hverju máli, og sparaði eigi
lil þess fé né fyrirhöfn. Manna íær-
astur hel’ði liann verið um það, að
byggja íslenzka löggjöf upp á þjóð-
legum grundvelli, ef lagaskólinn ís-
lenzki hefði þá verið á fóL kominn,
því hann var manna hezt að sér í
fornlögum vorum og réttarsögu.
Á síðari árum var hann mjög trú-
rækinn, sólli kyrkju að jafnaði og