Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1908, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.09.1908, Blaðsíða 3
B J A R M I 139 stefnu ritsins i ágripi sinu og' er sú lýsing á þessa leið: »Fyrst af öllu vill höfundurinn helga guði ritið, því guð er upphaf allra fullkominna gjata, hinn sanni höfundur allra góðra fyrirtækja, eina lindin allrar blessunar. Því næst helgar hann konunginum ritið, því að einn og sérhver á það vernd konungsins að þakka, næst guði, að hann má í friði njóta þess alls, sem lífinu má verða til gagns og gleði. Konungurinn er það at- hvarf, sem guð hefur ætlað honum gegu rangsleitni meðborgaranna og g'rimd óvinanna. Loks lielgar hann föðurlandinu ritið, hinni sameiginlegu móður vorri, sem geymir hin æruverðu l)ein forfeðra vorra, móðurinni, sem gefið hefur oss lífið, nærir oss og heldur oss við, já, sem eins og l)er oss í skauti sínu, og alt, sem vér höfum. Velferð föðurlandsins getur ein veitt oss sanna oy varanlega o o hagsæld hér i lifi, en falli landstólp- arnir, þá hrynur alt með þeim, og treðst í tröð niður, alt sem vér þörfnumst, alt sem vér elskum mest — konur, hörn, velgjörðamenn og vinir, heimili, eignir og jafnvel kyrkja vor og altari. Úl af þessu ákveður höfundurinn hlutverkið handa sér og hverjum öðrum þcgni konungsins: Hverjum og einum er skylt að nota alla krafta skynsemi sinnar, til þess að hugsa upp þau ráð, sem leitt geti til dygðar, sem stofnað geti, viðhaldið og eflt horgaralega hag- sæld. Þetla eitt kannast hann við, að sé hinn rétti ávöxtur og augna- mið allrar þekkingar og lærdóms frá mannanna hálfu, og hver vel- gjörð, sem þjóðin hefir þegið, gefur hvöt lil ])ess. Höfundurinn óskar þess eins, að liann mætti sjá og finna það alt, sem miðað gæti guði til dýrðar, og að geta vitnað um hollustu sína og hlýðni við konunginn, og veitt föðurlandi sinu, sem að þrotum er komið, alt það gagn, sem hann má. En þó er liann nokkuð milli von- ar og ótta um það, hvort þetta muni'sér takast. Það er mikilvægi málefnisins annars vegar, sem vekur honum talsverðan ótta, því það sé alkunn- ugt, að hvergi geti mönnum liægar sésl yfir og misgáningurinn sé hvergi hættulegri en i landsmálum, eink- um þeim málum, sem snerti velferð alls landsins. Ilins vegar treystir hann hvorki aldri sínum né stöðu, þekkingu né reynslu, hyggindum né hamingju til ])ess að framkvæma þetta, svo að óskum íari og eins og skylt væri. Iiann gerir sér því mikið far um að afsaka þessa þjóðrœknisdirfsku síua (sem hann svo kallar), sum- part með ættjarðarástinni, sem sé svo eðlileg', og' svo meðfæddri skyldu- tilfinningu í því, að etla gagn kon- ungsins, og firra hann tjóni, því að sérhver þegn konungsins sé eins og lil þess borinn og' þess vegna eigi hann konunginum að inna alt, scm í hans valdi stendur og það enda lifið sjálft. Sérstaklega vonar hann, að sín góð samvizka og ráð- vandlegur tilgangur muni verða yfir- sjónum sínum lil afsökunar. Frá þvi er Árni lögmaður Odds- son lél af lögsögu (1663), til þess er hér var komið, þá hafði þjóðin engan forsjármann átt, sem nokkurt lið var í, enda mun aldrei hafa legið nærri, að hún gæfist alvcg upp, hefði ekki einu sinni kjark til að bera kveinstafi sína fram fyrir kon-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.