Bjarmi - 01.09.1908, Síða 5
B ,1 A R M 1
141
standa: Þótt jeg vœri ekki poStuli
fyrir aðra, er ég ])að þó fyrir yður.
í II. Ivor, 2,5 stendur: Þá Iiefir
hann hrygt ekki mig, heldur að
nokkru leyti ........... yður alla«,
hjómar betur á islenzku: Þá hefir
liann ekki hrggt mig, heldur að nokkru
leyti........yður alla«. í Ef. 1,22—
25: »og gaf hann til að vera höfuð gfir
öllnm söfnuðinum, sem er líkami hans«,
Ætli að vera: »og gaf hann sö/nuð-
inum, iil að vera höfnð g/ir öllu,
söfnuðinum, sem er líkami hans«. I
sama hréfi 2,r stendur: tífgaði með
Kl'isti oss, fyrir: tífgaði oss með Kristi.
Og sama kap. 17. versi: Og hann
kom og boðaði frið yðnr, hinum fjar-
lægu, fyrir: »og hann kom og boð-
aði yður, hinum fjarlægu, frið«. (Eða
yður verður að skoðast sem ávarp
og komma fara bæði undan og eftir).
í þessu samhandi verð egaðminn-
ast á þýðinguna á »faðir vor«; mér
finst hún leiðinlega afbökuð. Þýð-
ingunni á þessari dýrmætu hæn á
ekki og má ekki breyta, nema brýn
nauðsyn sé til, l. d. regluleg villa.
Þessvegna er máske réttara, að þýða
sögnina nhöfum fyrirgejiðe, eins og
gert er, en það eru minstu breyting-
arnar. Það er þýtt svona: »Faðir
vor, þú sem ert á himnum, helgist
nafn þitt, komi rílci þitt, verði vilji
þinn, svo á jörðu sem á liimni; gef
oss í dag vort daglegl brauð; og fyr-
irgef oss vorar slculdir, svo sem vér
og liöfum fyrirgefið skuldunautum
vonuna o. s. frv. Þaö er eins og
einhver hræðsla við að lála eignar-
fornafn fara undan nafnorðinu hafi
knúð þýðarann lil að hreyta gömlu
þýðingunni, og þó l'ylgir hann ekki
alstaðar reglunni að láta fornafnið
fara á eflir nafnorðinu. En þessi
liræðsla er ástæðulaus; vér segjum t.
d. aldrei: þetta er hestur þinn; það
ar hús mitl, heldur: þetta er þinn
hestur; það er mitt hús. Þegar á-
herzlan er á eignarfornafninu, eins og
í »faðir vor«, er miklu réttara að
láta það fara undan nafnorðinu en
eflir.
Ýmsir nýgjörfingar eða óvanaleg
orð finnast í þýðingunni. Sum þeirra
eru lipur og þægileg, en aftur ein-
stölcu mjög óviðfeldin, t. d. viðbá-
inteikur (Ef. 6, 15); plógari (I. Kor.
9, 10), sem virðist nær að kalla plægj-
ari, myndað af sögninni að plægja,
eins og þreskjari af að þreskja. Sögn-
in að drykkja (I. Kor. 12, 13) er ó-
viðkunnanleg og óskýr, því eins nærri
liggur að álíta, að meiningin sé, að
gera einhvern drnkkinn, eins og að
gefa einhverjum að drekka, sem það
þó á að þýða liér.
Pannig er nú annari kröfunni fu 11 -
nægt.
Þá komum vér til þriðju kröfunn-
nr, nákvæmninnar, og þó hún sé víða
um of, eins og sýnt hefir verið fram
á, þá er henni þó engan veginn full-
nægt á sumum öðrum stöðum eða
við sum orð.
I Róm. 4, 15 stendur: »Því að
lögmálið orkar reiði«. Sögnin að orka
þýðir að megna, vera fœr um, en hér
látin tákna að koma til leiðar eða
valda. Sama orð, sem liér er þýtt
með orkar er þýtt með verkar í Róm.
5, 3; veldur 11. Ivor. 7, 10; aflar II.
Kor. 4, 17; kemur til leiðar II. Ivor.
9, 11; í staðinn fyrir að það alstað-
ar hefði átt að þýða það með (aftar
eða) veldur. í I. Kor. 4, 15 er orðið
»paidagogos« þýtt með fræðari, en 12,
28 er »didaskolos« þýtl með sama
orði; slíkt er ófyrirgefanleg óná-
kvæmní; þá er skárra að þýða »joai-
dagogose mcð typtari (Gal. 3, 24 og
26), sem þó er ekki nákvæm þýðing,-
og væri »leiðtogi« líklega betra. í I,