Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.11.1908, Page 4

Bjarmi - 01.11.1908, Page 4
172 B .1 A R M I Hver er vegurinn þinn? (E/tir ungfrú Wasserzug). Systur! viljið þér sækja fram á vegi ritningarinnar? Já, svarið þér, það viljum vér. Vér viljum ekki koma saman til þess að eins, að syngja og heyra menn tala, heldur viljum vér reyna eitthvað meira af náð guðs. Vér viljum vita þegar við skiljum: »Þetta er vegurinn minn!« Heimur- inn þarf þess við, heimili vor þurfa þess við, kyrkja vor þarfnast þess. í Filippíbréfinu, 3. kap., er saga Páls postula i stuttum og skýrum dráttum. Hann var hámentaður maður og komst snemma í safnaðarfélag þjóðar sinnar. Hann heíir lieðið, og lesið ritninguna, elskað musterið og helgað drotni líf silt. All sill hefir hann lagt fram fyrir drottin, og þó segir hann, að það sé alt sem ekki neitt, ekki annað en sorp. 'Við gætum spurt: Hví kallar þú það ekki meira en sorp, þegar maður er svona guð- rækinn? Jú, þegar maður er óráð- vandur í orði og verlci, þegar maður liggur í syndinni, — það er óhæfa. En sá dagur kom, svarar liann oss enn fremur, að eg breyttist, þá opn- aðist himininn og eg sá Jesú. ()g öll guðrækileg störf, öll guðsþjónusla er ekki neitl án Jesú. Frá þeirri stundu er Páll sá Jesúm, þá sjáum vér svo glögt, hvað honum skilar áfram á skeiðinu. Hann er húinn að sleppa öllu. Nú hefir hann eitt einasta mark og mið. Áfram, áfram, alt af lengra áfram. Mörgum sýnist hann fara of geysl, of langt. En liann gelur ekki annað, liann verður sí og æ að halda áfram. Páll, hefirðu öðlasl gjöf heilags anda? Já, en eg verð að halda lengra áfram. Hefirðu fengið fyrirgefningu synda þinna hjá guði? Já, en eg verð að halda lengra áfram. Hefirðu veitt menn lianda Kristi? Hefirðu rekið kristniboð meðal heiðingja? Hefirðu alið upp lærisveina til starfs fvrir drottin? Hefirðu heðjð og grát- ið og barist? Já, en eg verð að fara lengra. Það, sem eg hcfi lifað, því gleymi eg, eg lít tii þess eins, sem fram undan mér er. ()g livað sér hann — Jesúin einan. Hann sér ekki starf, ekki reynslu, ekki neitt það, sem hann er búinn að lifa, heldur Jesú einn. 1 Jesú ojtnast honum allur heimurinn. í Jesú er ijós, í Jesú er dýrð. í Jesú er hann húinn að finna lifandi vatnsstrauma, og þegar hann hergir á þeim, þá þráir hann meira og meira. Jesús er búinn að ryðja lionum veginn. Og þegar hann fylgir Jesúm, j)á sér hann æ liærri og ltærri fjöll, sem hann þarf að komast yfir. Og þá segirhann: Eg verð að komast til landsins, þar sem dauðinn er upp- svelgdur í sigur. Iværu systur! Finniðþér heimþrána hjá yður? Vér höfum lieyrt, að það er dýrðlegl að vera með Jesú. Þráir þú liina fullkomnu dýrð, þráir þú návist hans? Veizlu, að lil er það land, sem er vorl rétla heimkynni, land fullkoniunarinnar? ))Pað land er til, sem iögnuð fær peim fullan veitt, sem búa par; af prautum engin pangað nær né pungu hjartasorgirnar«. Ungfrú Wasserzug er æltuð frá Sviss. Hún var kristniboði í Afriku um tíma, en nú er hún kennari við kristniboðsskóla kvenna í Freienwaldc an der Oder með hinum bezla á- rangri. Hvað er mótlælið ? Það er. dularklædd miskunsemi drottins.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.