Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1909, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.09.1909, Blaðsíða 4
140 B J A R M I ekki út, hugsa um sig, en ekki aðra. Margur fátæklingurinn yrði sælli og blessaðist betur, ef hann liíði fyrir aðra í allri sinni fátækt. Margur myndi bera raunir lífsins með meiri karlmensku og þolgæði, en alment verður raun á, ef hann gæli leitt lijá sér að líta sí og æ á erfiðleika sína og vanmætti sitt, en varpaðií þess stað allri sinni áliyggju á drottin, og léti hann einan um að bjarga sér úr raununum með þeim kröftum og viti, sem honum hefir verið gefið. Margur ju-ði glaðari en hann er, ef liann temdi sér þá list postulans Páls, að líla fram, og stýrði eigi plógnum öfiigur í iðjustjái og stímabraki og sorgum lífsins. Og sælt yrði lífið, ef hver maður væri viðbúinn að boði Ivrists að hlaupa undir byrði annara, eða leggja lið, hvar helzt sem á lægi og hann gæli til náð. Gleymum því eigi, að þessar göf- ugu lífsreglur verða eigi ræktar, nema með fulltingi hins almáltuga og miskunsama guðs og föður vor allra. Þær eru frá honum og hann einn getur gefið kraftinn til að framkvæma þær. Páll. Saga eftir N. P. Madsen. (Framh.). IV. Það var mikil ráðstefna haldin á skrif- stofu sandgæzlustjóra. Þarna sat hann og Berta frænka og grófu heilann um það, hvernig hyggilegast mundi að koma fram í þessu máli eftir síðustu vitneskj- una, sem þau höfðu fengið. Sandgæzlu- stjóri var ekki búinn að segja henni frá því enn, sem gerðist í hesthúsinu. Hon- um var það fullljóst, að henni yrði það efni í langa ræðu og þá myndi hún sýna fram á það með mörgum rökum, hvað hann hefði farið óhyggilega að ráði sínu. Og ekki hafði hann á öðru meiri óbeit en löngu ræðunum hennar, þegar hún tók sig til og íór að setja ofan í við hann. Iíonum fanst með sjálfum sér, að hann hetði farið nógu halloka, pó ekki væri á það bætt. Það var hugsun sandgæzlustjóra, að taka skarið af með öllu. Hann ætlaði að banna Elísabetu að ríða út og að hafa yfirleitt nokkur mök við Pál. En þessa uppástungu vildi Berta ekki fall- ast á — als ekki. „Nei, nei“, Lúðvíg, sagði hún með gömlu ráðkænskunni, „þetta er afar óhyggilegt, að mínum dómi. Það yrði nú fyrst til þess að koma rekspölnum á það, sem viö viljum stemma stigu íyrir. Þú kannast víst við hið forn- kveðna: Sætast er ófrjálst epli. Það var einmitt það, sem vakti forvitni Elízbetar og kom henni til að fara að tala við Pál, að hún hafði verið vöruð við því; annars hefði henni aldrei dott- ið það i hug, það er eg viss um. En svo er annað — kæri Lúðvíg — færi nú svo að hann — Páll, á eg við — tæki að prédika dálitið fyrir henni — þá held eg nú ekki í raun og veru, að af þvi stafi nokkur hætta. Hún Lísa litla, þetta lifsglaða barn, hún er víst langt frá því, að hún geti orðið snortin af rauna-rellu Páls, enda þó að þessar óvænlegu lífsskoðanir hans hafi getað æst upp í henni forvitnina rétt í bili. Þess vegna sting eg upp á þessu: Lát- um sem ekkert hafi í skorist — látum miklu fremur sýnast, að við teljum Pál alsendis meinlausan mann og ekkert sérstakt við hann að athuga. Þá hætt- ir hún fljótt að hafa gaman af að veiða upp úr honum, hvernig hann lítur á hlutina, Og þar að auki verð eg að segja þér það, kæri Lúðvíg,“ sagði húq

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.