Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.09.1909, Side 5

Bjarmi - 01.09.1909, Side 5
B J A R M I 141 með þótta, og hallaði sér svo fyrir- mannlega aftur á bak í stólinn, „að það væri að gjöra alt af mikið úr hon- um Páli, ef við teldum það forboð nauð- synlegt, sem þú gafst í skyn, að þú ætlaðir þér að gjöra“. Sandgæzlustjóra bjó nú alt annað í skapi en að fara svona í sakirnar. Yík- ingsandinn í honum var of ríkurtil þess. En síðasta röksemdin hennar Bertu frænku varð þó til þess, að hann féist á hennar mál, því hann var eftir sig eftir hesthúsbardagann og langaði ekki til að leggja út í nýja rimmu. Berta frænka gekk þá aftur inn í dagstofuna. Skömmu siðar kom Elísa- bet inn til hennar. Berta tók á móti henni með óvanalegri blíðu og ijúfasta brosi. „Nú, nú Lísa mín, það var fallegt af þér að koma. Veiztu það, að eg sat hérna og þráði komu þina. ?“ „Er það nú satt, frænka", mælti Elísa- bot og gekk að henni og kysti hana á ennið. „Já, eg skal nú segja þér það, að eg var dálítið leið með sjálfri mér út af því, sem kom fyrir áðan. Það lá sem sé illa á mér, og eg misskildi þig víst dálítið og tók víst helzt til hart á því, sem þú sagðir. Annars veiztu, að þess háttar er mitt kærasta umhugsunarefni. Já, þú hefir reglulega spurt hann Pál spjörunum úr, — það var nú rétt eftir þór að lýsa — sérvizkukolian þín. Og hvað fanst þér hann þá vera — sér- vizkupoki að líkindum. „Já, skrítinn er hann, frænka". „Já, það er nú einmitt það sem það er, fólkið að tarna, Lísa mín? Eg þekki það svo vel — eg hefi einmitt— en þú ætlaðir víst að segja eitthvað meira". „ Já, frænka, hann er sannarlega gagn- tekinn af sinni trú“. „Já, eins og eg segi — altekinn af trúarvingli — þú hefir undir eins kom- ist á snoðir um það?“ „Nei, frænka, ekki held eg hann sé vinglgjarn. „Nú, það er hann ekki — nei, það getur verið“. „En hann er sæll, það er auðfundið. En hvað augu hans ljómuðu af gleði, þegar hann talaði um Jesús. Það er enginn ólundarbragur á honum, eins og þú hélzt, frænka". „Nú, ekki það, Lísa litla, nei, það er einstöku maður af þeim flokki — sem — sem að minsta lcosti sýnist líta réttum augum á lífið; en það er und- antekning, barnið gott, — næsta sjald- gæft, að þeir hittist. Það gleður mig annars að finna svona skarpa dóm- greind og skilning hjá þér. Þú færð að sjálfsögðu að eiga viðræður við hann Pál þinn oftar. „Já, eg hlakka beinlínis til þess, frænka". Raddir almennings. Oss berast svo margar fyrirspurnir bréflega og muunlega viövikjandi kyrkjumálum og trúmálum að vér teljum réttast aö birta ágrip af þeim við og við i blaðinu, að lesendurnir geti betur kynnst skoðunum manna á þessum málum viðsvegar um land. Nöfn spyrjendanna verða ekki birt nema þess sé beinlinis óskað, og þeirra fyrirspurna verður vitanlega ekki getið, sem beðið er um að svara að- eins brjeflega. — S. G. i. — wÞað er nú í rauninni ekki hið lakasta, þótt vér heyrum sársjaldan lil prestsins. Þeir, sem komnir eru til vits og ára, gela sjálfir lesið sér lil uppbyggingar, ef þeim sýnist, en það er lakast með »ungdóminn«. Okkurblöskrarþað mörgum, sem eigum stálpuð börn, að sjá þau alast upp án þess að lieyra nokkurntíma gott

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.