Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.03.1910, Qupperneq 7

Bjarmi - 01.03.1910, Qupperneq 7
BJARMI 39 þess að gjöra börnin alveg tilfinn- ingarlaus fyrir sérhverri áminningu og láta þær sem vind um eyrun þjóta. Sjómaðurinn venst brimhljóðinu, j svo að það stendur honum als ekki fyrir svefni. Eins er því varið með börnin. Tíðar áminningarræður svæfa samvi/ku barnanna og þau verða leið á þeim. Þau janka við þeim, bara lil þess að losna við þær, en svo slá þau á sin ráð á eftir. Veldu réttan tíma til að áminna og gerðu það þá alvarlega og afdráttarlausl, en varastu all möldur og jag. I’ella gerspillir uppeldi barnanna, en þó er það svo sorglega algengt. Sj. ./. Presturinn og vantrúarinaðurinn. Vantrúarmaður spurði einu sinni prest, sem hann hitti á götunni: »Eruð þér presturinn, sem prédikið hérna í kyrkjunni?« »Já, það er eg«, svaraði prestur. »Eg liélt, að þér væruð lieiðurs- maður«, »það þykist eg líka vera«, mælti prestur. »Já, en þér eruð það ekki. Sögðuð þér það ekki í gærkveldi, að þér skylduð sýna og sanna, að allir van- trúarmenn væru glópar, og þyrftuð ekki til þess lengri tíma en svo sem tíu mínúlur. Ef þér gelið ekki sann- að mér það nú þegar i stað, þá skal eg auglýsa nafn yðar í öllum, öllum blöðunum í bænum, og sýna yður það um leið, að þér séuð mesti lyg- arinn, sem nokkurn tíma hefir uppi verið í þessum bæ«. »Hver er þá vantrúarmaðurinn yðar?« spurði prestur. »f*að er eg sjálfur, En krefst þess að þér lálið yður skiljast það, að eg er enginn glópur«. »Er það þá skoðun yðar, að krist- indómurinn ,sé ekki neinn veruleiki?« »Já, það er nú einmitt mín skoð- un. Eg er búinn, að skoða jjað nákvæmlega niðnr í kjölinn og er nú búinn að vera á lérðinni meira en 12 ár, lil jiess að prédika móti kristindóminum, og nú fullyrði eg' jjað afdráttarlaust, að kristindómur- inn er aumasti hégómi«. »Eruð þér nú alveg viss um það?« spurði prestur. »Já, það er alt hégómi, aumasti hégómi«. »Viljið þér j)á gera mérþann greiða, að segja mér, hvernig þér skiljið orðið glópur, ef sá maður er ekki glópur, sem hefir verið 12 ár á ferðinni, lil þess að lialda fyrirlestra um einberan hégómann. lír eg nú annars ekki búinn aó færa fullar sönnur á, að þér séuð glópur«, mælti prestur. »Þeir þóttust vera vitrir, en urðu heimskingjar. Sj. ./. l>ýddi i'úr ,,Sainariianen“). Hygginn kaupmaður. Skipstjóri nokkur segir svofrá: Eg kom nýlega til Indlands og kom þá lil mín auðugur kaupmaður þarlendur, sem spurði mig hvort ég gæti ekki látið sig fá dálítið af kristilégum smáritum. Egvissi, að maðurinn var heiðinn og spurði þvi forviða, hvað hann ætlaði að gera við kristileg smárit, og trúði liann mér j)á fyrir því, að hann hefði þau til að reyna ókunnuga með þeim. »Pegar einhver kristinn umboðssali eða kaupmaður kemur til min í verzl- unarerindum, sem mér erókunnugur, fæ ég houum eitl smáritið og gæti vandlega að hvernig honum verði við; sjái ég að fyrirliling bregði fyrir i svip hans, er liann sér um hvað rit- ið er, treysti ég honum ekki og skifti ekkert við hann, en sjái ég að liann verði glaður við, er ég óhræddur um svik frá hans hendi, og mér hefir aldrei orðið hált á því« ....

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.