Bjarmi - 15.10.1910, Blaðsíða 6
158
BJ A R M I
unni, en nú er liuiið bak við órjúf-
anlegt fortjald, heldur er hann Drott-
inn og konunglegt höfuð safnaðarins
.........«.
Þannig lýsir Marlensen-Larsen á-
greiningnutn, og kveðst hann hvorki
vilja né geta fylgt frjálslyndu stefn-
unni, þrátl fyrir alla biblíu-krítík sína,
og hann mun fara nærri um guðfræðis-
stefnur vorra tima. Þótt erfitt kunni
að vera, að skipa einstaka manni í
ákveðinn flokk, af því að hann er
sjálfur á reiki, er þó merkjalína þessi
full-glögg, og full áslæða fyrir kristna
kenniinenn, að gjöra sér og öðrum
ljóst hvoru megin við línuna þeir búi.
Annars vegar sést spáinaðurinn Jesús
frá Nazaret, en hinumegin sést einnig
frelsarinn og konungurinn Kristur.
Sigurbjörn A. Gíslason.
Stjarna í kórónuna þína.
Einu sinni ætlaði ung stúlka að fara
að búa sig á dansleik. Hún stóð
frammi fyrir spegii og var að setja
upp »kórónuna« sína, sem hún kall-
aði; hún var öll sett silfurstjörnum.
Yngri systir hennar skreið þá upp á
slól og rjetti út hendurnar og ætlaði
að íara að skoða þetta dýrindis höf-
uðfat hennar systur sinnar. Hunvildi
ekki lofa henni þaðogsagði: »Syst-
ir mín lilla! Hvað ert þú að gera ?
Þú mált ekki snerta kórónuna mína!«
Yngri systirin horfði á liana og
varð alt í einu svo hugsandi.
»Góða! segðu mér, hvað þú ert að
liugsa núna, þú, sem ert barn«, sagði
eldri systirin.
»Eg er að hugsa eftir þvi«, svaraði
hin, »að kennarinn í sunnudagaskól-
anum sagði, að ef við yrðum til þess,
að snúa einhverjum syndaranum til
guðs, þá fengjum við stjörnu í kórón-
una okkar á himnum. Þegar ég svo
sá stjörnurnar í kórónunni þinni,
systir, þá óskaði ég mér, að ég gæti
snúið einum manni til guðs.
Eldri systirin fór á dansleikinn. En
hún var mjög alvörugefin; orð yngri
systurinnar höfðu fengið á hana;þau
liöfðu læst sig inn í lijarta hennar;
hún hafði enga ánægju af dansleikn-
um í hópi vina sinna, og fór þaðan,
áður en tíminn var útrunninn, og
lieim til sín. Hún gekk inn i her-
bergið, þar sem systir hennar litla
svaf, kysti á kinnina á lienni og sagði:
»Elsku systir! Þú heíir fengið
stjörnu i kórónuna þína!«
Síðan kraup hún á kné við rúmið
og bað um fyrirgefningu synda sinna.
Hvað er sælla en að snúa syndara
frá villu vegar hans (Jak. 5, 20)?
*
Ur bréfum.
»Eg ætla að senda yður innan fárra
daga rúma 20 dollara handa »Bjarma«,
þar af eru 11,50 frá Skafta Sigvalda-
syni og 10 að gjöf frá mér. Það er
lítið, en eg sendi það til ykkar með
bœn til guðs um það, að hann blessi
þessa litlu gjöf og öll jdckar efni og
starfsemi i þjónustu liins blessaða mál-
e/nis«. — — —
»Hvað sem öðru líður, má blaðið
til að breiðast út, því það er eg viss
um, að ekkert blað ílytur hollari
strauma inn i þjóðlííið en »Bjarmi«.
Það er sannarlega gleðilegt, að innan
um öll blöðin, sem berast með póst-
inum, er þó eitt, sem vill bera sann-
leikanum vitni — þeim dýrmætasta
sannleika, sem heimurinn á«.
(Af Vestfjörðum).
Frú Jóhanna Jónsdóttir, ekkja síra
Zophoníasar sál. Halldórssonar, liefir
góðfúslega leyft oss að prenta í blað-
inu ýmsar kristilegar smásögur, sem
maður hennar þýddi. »Hvíta liljan«,
sem kom i blaðinu í sumar, er ein
af þeim sögum.