Bjarmi

Volume

Bjarmi - 15.11.1913, Page 3

Bjarmi - 15.11.1913, Page 3
B J A R M I 179 »A eg part úr Framnesi?« spurði Arni forviða. »Já, þegar liann faðir þinn dó, þá gat móðir þin ekki leyst úl föðurarf- inn þinn, en þá bjó eg svo um linút- ana, að þú skyldir hafa þitt. En ofl hafa þau átt örðugl með að greiða vexli og afborganir af þessum erfða- hlut þínum«. Árni hrökk við og táraðist. Nú sá hann, hvernig á því stóð, að þau móðir lians bjuggu að svo hörðum kosti, og þó að vel væri gengið um alt, þá var alt sparað, og til hvers? Til þess, að hún gæti auðgað sjóðinn lians, drengsins hennar. En hvað hann tók þetta sárt. Vegna hans, sem er barnið liennar. »Hvernig gastu fengið af þér, að taka þátt i þesss ó- dæði?« sagði hann við frænku sína, og horfði livast í augu hennar. Hún galt líku líkt og mælti: ^Það eru lögmætir fjárhaldsmenn, sem liafa haft umsjón yfir eignum þínum; eða finst þér, að hann, óþokkinn, sem braust inn á heimili bróður míns, og rænti hann allri lífshamingju, hefði ált að fita sig á eignum hans og rupla öllu og ræna frá einkabarni lians?« »(), þelta má ekki lengur svo l)ú- ið slanda«, mælti Árni. »Látum svo vera«, svaraði hún, »það er bezt, að við bindum enda á þetta nú þegar«. Svo hleypti lnin upp gluggatjöldunum í stofunni og seltist á slól og horfði út í myrkrið og fárviðrið. Hvert rosaljósið rak annað. »Settu þig nú niður Árni, þú erl kanske hræddur við myrkrið og þrumuveðrið«, mælti hún glottandi. »Nei, hræddur er eg ekki, en svo cg segi þér, eins og mér býr í brjósti, þá er Ijós og — friður mér kærara«. »Jæja, já. Hvernig leið annars móður þinni?« »Og hún var sárlasin og ógn nið- urbeygð«. »Er það satt?. En stjúpi þinn?« »Hann var ekki heima og verður það ekki fyrst um sinn«. »Þá ber vel í veiði fyrir töfradísina þina ungu, henni líkar tækifærið«. Árni spratt á fætur og mælti: »Legðu ekki til hennar, hvað sem öðrum líð- ur, því að hún er saklaus og góð stúlka«. »Já, já, hvaða gangur er á þér? Pið munuð þó a’drei vera trúlofuð? Pað er nú vant að ganga fljótt fyrir sér í ættinni þeirri«. »Jú, einmitt það, frænka, hún hét mér trúnaði í gær«. »í gær? Þegar þið voruð búin að vera saman fáein augnablik! Já, þessu get ég trúað á hana! En að þú — nei, þú ert ólíkur fólkinu þínu. O, elsku Árni minn, segðu nú, að þú hafir bara ætlað að gera mér bilt við, en þetta sé ekki satt«, hrópaði hún upp í ofboði. »Nei, Ragna Foss er mín heitbund- in brúður síðan í gær«. »0, þú ert barnið hennar móður þinnar!« sagði Valborg og ætlaði al- veg að sleppa sér. »Láttu móður mina óáreilta«, mælti Árni með þykkju. »Ó, hvað ég gat verið einföld«, mælti Valborg, »nú skil ég öll vina- liótin og lofið, sem á mig hefir verið borið, — fals, tóml fals alt saman! Er það þá ekki nóg, að hún móðir þín kvaldi lifið úr honum föður þín- um með lausunginni í sér og launaði honum ást sína, svo göfug scm hún var, með því að laka saman við þenn- an ræfil, þennan volaðan eiðrofa, þenn- an Hinrik Foss? Og svo héldu þau brúðkaup sitt dansandi á nýbyrgðri gröf föður þíns«. »Eiðrofi, meinsærismaður? Já, það

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.