Bjarmi - 15.11.1913, Blaðsíða 4
180
B JARMI
var hann, því að áður en hann
smeygði sér inn á heimili bróður míns,
þá hafði hann svift mig sálarró og
lífshamingju, því að við vorum heit-
bundin, hann var unnusti minn, þó
að það vissu engir aðrir. En svo
komst hann í kunningsskap við móð-
ur þína — ílagarinn —«.
Þá reið þruma, svo að Valborgu
svimaði. En þegar hún kom til sjálfrar
sín aftur, þá var Árni allur á burtu.
Hún heyrði eilthvað til hans í forstof-
unni og að hann lauk upp hurðinni,
og svo heyrði hún ekki meira. Val-
borg gekk þá í einhverju ofboði út
að glugganum, en rétt i því brá yfir
leiftri, og sá hún Árna þá bregða fyrir
niðri á bryggjusporði; hann var þar
að varpa segli og árum niður í bát-
inn þeirra og ætlaði að róa yfir Vík-
ina, yfir að Framnesi og segja Rögnu
tíðindin.
Valborg þaut ofan á bryggju í
myrkrinu og rigningunni og hrópaði
og kallaði á eftir honum og bað liann
hverfa heim aftur, en hann lét sem
hann heyrði það ekki.
Hún hneig þá niður á bryggjunni,
líkt og eik i fellibyl, og lá þar lengi,
þangað til heimilisfólkið rakst þar á
hana meðvitundarlausa og holdvota
og bar hana inn í rúm. Og jafnskjóll
var sent eftir Olafi lækni. — Frh.
Timarnir breytast.
Margir hafa óskað, að fá að sjá
það, sem vér fáum að sjá á þessum
tímum í Austurálfunni, en fengu ekki
að sjá það. Vér, sem fáum að sjá
það, erum gæfusamir; og vér vonum
að fá að sjá ennþá stærra og meira
en þetta.
Eg les um stúdentafundina, sem
þeir Dr. Mott og Eddy hafa haldið í
13 stærstu bæjunum í Kina; þá fundi
hafa sótt yfir 137 þúsundir manna.
Yfirvöldin hafa útvegað þeim stærstu
salina í bæjunum í marga daga til
fundarhaldanna, og skólarnir hafa
gefið lærisveinunum frí til að geta
sótt fundina. Ávextir fundanna eru
mörg félög til biblíulesturs og þús-
undum saman hafa ungir menn á-
kveðið að taka kristna trú.
Eg fékk Ieyfi til að vera á fundun-
um í Múkden. Eg varð hrifinn af
því að sjá stóra tjaldið, sem kenslu-
málastjórn bæjarins hafði ótilkvödd
og á eigin kostnað reisa látið, — sjá
þetta stóra tjald þéltskipað 5—6 þús-
und ungum mönnum, klæddum ein-
kennisbúningi námssveina, sem með
athygli hlýddu á boðun lifandi krist-
[ indóms.
Aldrei hefir áður fengist jafngott
tækifæri til í Austurlöndum að fá fólk
til að hlusta á boðun orðsins, og fyrir
því erum vér svo vonglaðir í starfinu.
Eftir margra ára undirbúning virðist
nú hentugi og heillaríki tíminn vera
upprunninn.
Vér höfum einnig orðið varir við
þelta nýlega hérna í Feng-liwang-
cheng. Vér héldum í 2 daga vakn-
ingarsamkomur hér (2 samkomur
hvorn daginn) í slærsta sal bæjarins,
í leikhúsinu. Slíkar samkomur höfðu
haldnar verið i An-tung rétt eftir stú-
dentafundina, og vér ásettum oss því
að gera það einnig hér.
Vér fundum borgarstjórann að máli
út af þessu, og hann lók einkar vin-
gjarnlega málaleitun vorri, lofaði að
útvega oss leikhúsið endurgjaldslausl
og vinna sjálfur að því eftir mætti,
að samkomur vorar gælu orðið sem
fjölmennastar.
Þetta var nú ágætt. En svo var
eftir að vita, hvort vér gætum fengið
ræðumennina frá An-lung samkom-
unum til þess að koma til vor. Það