Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.06.1914, Blaðsíða 3

Bjarmi - 15.06.1914, Blaðsíða 3
B J A R M I 99 fylkjanna, heldur fóru til Wiunipeg- bæjar í daglaunavinnu, en margir fóru til Argyle, og slofnuðu þar ný- lendu og var Sigurður Kristófersson fyrir þeim. Varð síðar fjölmenn ís- lendingahygð á þeim slóðum. Árið 1884 fékk söfnuður Islendinga i Winnipeg í Manitoba sra Jón til sín og þeim söfnuði þjónaði liann upp frá því fram að síðasta ári, er hann sagði af sér embættinu. Hann var mjög bilaður orðinn að lieilsu hin síðari árin og lá stundum langar og þjáningarmiklar legur. Hann dó að lieimili sínu í Winnipeg eftir Ianga legu, hinn 3. þ. m. Aðalverk séra Jóns Bjarnasonar er það, að hann slofnaði hið evang. lútherská kyrkjufélag íslendinga. Það var árið 1885, og var síðan forseti þess, lil þess er hann sagði af sér 1908, er talsverl klofnaði úr kyrkju- félaginu, er »séra Friðrik Bergmann snerist á svéif nýju guðfræðinnar og dró með sér nokkurt brol úr kyrkju- félaginu«. Það var engum meðalmanni færl að stofna slíkl félag. Pvi að þó land- ar væru kristnir að nafninu lil all- llestir, þá var ekki auðsótt að fá þá lil að sinna nokkrum kristilegum fé- lagsslcap. 'l'il þess þurfti að leggja fram talsvert fé, en nú voru þeir slopnir undan hinu lagalega fjár- kröfuoki kyrkjunnar heima, en þeir fátækir frumbýlingar, er Jjóllusl hafa nóg annað við fé sitl að gjöra. Þeir skildu ekki, að þörfin væri svo brýn á þessum félagsskap. Olli þella því lengi fram eftir deiluin miklum og tortrygni. En þó hefði þella verið tiltölulega léttara verk, ef séra Jón hefði látið sér lynda að halda kristindómslífi þeirra að heiman beint áfram. En hann sá af reynslunni, að sá kristindómur var táplaus vanalcristin- dómur, og náði eigi nema svo lítið til hjartnanna. Trúarvakning þurfti að verða, ef duga skyldi. Oft fór hann liörðum orðum um trúardeyfð- ina á Islandi. Og svo var prjedik- unarháltur hans allur annar en fólk átti að venjasl og hneyxlaði það marga, einkum þá, sem að heiman komu, og þótti sem um ný trúar- brögð væri að ræða, nýjan kristin- dóm. Svo fer jafnan er andi lifandi kristindóms blæs yfir hálfskrælnaðar ekrur vanakristindóms og kveifarlegs »frjálslyndis« í trúarefnum. Þetta voru þyngstu örðugleikarnir. Pelta var séra Jóni »Þrándur í Götu«. Enginn kennimaður, síðan Jón byskup Vídalín leið, hefir tckið eins ómjúklega á kæruleysi i trúarefnum og þjóðlöstum, eins og séra Jón. Þetla gjörði hann fyrst og fremst í »Sameiningunni«, blaði kyrkjufélags- ins, sem hann stofnaði 1886 og var ritstjóri að lil æíiloka. En auk þess er fjöldi fyrirleslra eftir hann í tíma- ritunum »Aldamól« og »Áramót«, og greinar í Lögbergi og fyrirleslurinn alkunni »ísland að blása upp«, er hann liélt hér í Reykjavík og síðan varð umtalsefni blaða og tímarita hér heima lengi eílir. Þar var komið við kaunin. í öllum þessum ritverkum linnur hann hlífðarlaust að öllu því, er honum virtist vera þyngslu þjóðar- meinin, því að hann vildi gera þjóð sína að vel kristinni og hamingju- samri J)jóð. Ekkert var honum ver við en stefnulegsi og smásálarskap. Og liann fór ekki í manngreinarálit í ádeilum sínum. Kennimennirnir fengu sill og veraldlegu embættismennirnir og mentamennirnir sitt. Það sá hann, að öll hin æðri mentun í landinu var orðin að dauðum þekkingarbók-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.