Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1914, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.07.1914, Blaðsíða 4
108 B JARM1 kristindómtnn, og það tekst að fá einhverja til að hlýða á það, sér- staklega, ef það er kallað einhverju góðu og fögru nafni! En það mun, eins og áður, reynast tál. En hvernig stendur á því, að menn ganga fram hjá Ijósi kristindómsins og taka móli því, sem reynist tál? Það kemur meðal annars af þvi, að Jesú Kristi er full alvara með að veita sálum vorum sannan sigur. Kristindómurinn ber þau einkunar- orð á stefnuskrá sinni: »Hið gamla er afmáð, sjá, alt er orðið nýtt«. En þegar Jesú talar um hið gamla, þá hlífir hann ekki. Hann sýnir oss ástand vort eins og það er. Þegar ljósgeislar frá orði hans skina inn í sálina, þá kennir oss til, vér finnum til syndar og sú barátta getur orðið hörð. Þegar vort drambláta hjarta verður að auðmýkja sig til þess að geta fengið hlutdeild i hinu himneska ljósi og sönnum sigri, þá kveinkar mannlegt hjarta sér, hold og blóð kærir sig ekki um slíka baráttu. Það vill komast undan hinu dæmandi ljósi, en þó er það einmitt lækningin, að baðast í þeim ljósöldum. En þá eru aðrar raddir, sem segja: »Vertu ekki að auðmýkja þig, berðu höfuðið hátt! Þú ert alls ekki svo syndugur, sem þú heldur«. Og margur hugsar: »Hví skyldi eg vera að leggja út i baráttu, þegar eg get fengið hlutdeild í nýju Ijósi baráttulaust, án auðmýkingar og syndajátningar. Og svo finst mönnum svo margt aðgengilegra en gamall, strembinn kristindómur. Það er ýmislegt annað, sem er miklu meira »interessant«, svo að eg hafi það orð, sem oft er notað í þessum bæ. Aðrar bækur eru fult eins aðlaðandi og heilög ritning. »Það var nú ekki von, að þeir sem rituðu þá, kæmust lengra«, segja sumir, »nú er alt öðru máli að gegna. Lestu t. d. þessa nýju, yndislegu bók og þú munt sannfærast«. En — kristindómurinn kærir sig ekki um það /yrst og fremst að vera »interessant«, eða að eins til »skemt- unar fyrir fólkið«. Honum fylgir hin helgasta alvara. Jesús Kristur vill bjarga þér og mér undan valdi syndar. Hann vill hreinsa sorann hurt úr mannshjartanu og segir hiklaust, að sú lækning verði fram að fara, þó að það kosti sársauka. »Fái eg ekki að þvo þig, erum við skildir að skifl- um«, segir hann. Kristindóminum er alvara með að afmá hið gamla, afmá vald syndar og freistinga, frelsa oss undan árásum djöfulsins og hins spilta lieimsanda. Og þegar vér gefum oss lionum á vald, þá fagnar mannslijartað og segir: »Sjá alt er orðið nýlt«. Þá rennur upp nýr sumarmorgun, klaka- bönd leysast. Þá sést sigur lífsins. Pá verða menn eklci fgrir blelckingu. Hefir þú nokkru sinni heyrt þess getið, að menn hafi iðrast þess að þeir hafi gengið Kristi á hönd, verið »höndlaðir af honum«. Skyldi Páll postuli hafa séð eftir því? Það var hann, sem ritaði þessi orð: »Hið gamla er afmáð, sjá, alt er orðið nýtt«. Og líf hans varð algerlega nýlt frá þeirri stundu, er Ijósið himneska varpaði honum til jarðar fyrir ulan Damaskus. Frá þeirri stundu gat hann sagt: Kærleiki Krists knýr mig. Langaði hann nokkru sinni til að losast undan því valdi? Nei, fjarri fer því. Eg hefi hitt ýmsa, sem hafa sagl: »Eg vildi óska, að eg væri trúaður maður«; og eg liefi hitt trúaða menn, sem hafa sagt: »Ó, að eg hefði feng- (Framh. á bls. Ul).

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.