Bjarmi

Volume

Bjarmi - 15.11.1914, Page 4

Bjarmi - 15.11.1914, Page 4
188 B .1 A R M 1 staðinn? Á ekkert að vera til er geti veitt manninum »hvíld og skjól á heimsins köldu strönd«. Á ekkert að vera lil er forði þjóðunum frá að falla í dýrslegt ástand heiðinnar eymd- ar og svívirðu? Og vér getum lika sagt við slíka menn: »Þér getið ekki, þótt þér viljið kollvarpað kyrkjunni, því »guðsbijgging stendur slöðuga. Við þvi, sem er guðsbygging, er mönnum ofætlun að lireyfa, það er mállugt og vísdómsríkt, þó mönnum linnisl ann- að, því svo er sem Páll postuli segir: »Hið fávíslega Guðs er mönnum vitr- ara og hið veika Guðs mönnum kröftugra. (Niðuri.) Trú og tilfinningar, II. (Niðarl.) Til eru annars konar tilfinninga- menn, þó að þeir séu færri hér. Það eru þeir menn, sem eru hugsjúkir um velferð sálar sinnar, menn, sem finna, að þeir eru í ónáð Guðs sakir syndarinnar, finst þeir ómögulega geta vænst nokkurrar náðar og trúa því ekki fagnaðarerindi Krists. Þeir eru sannfærðir um synd sína og Guðs heguandi réttlæti. Lengra nær ekki trú þeiria. Þeir finna ekkert í fari sinu sér til afsökunar. Sálarstríð þessara manna er ægilegt, meðan á því stendur. Spurgeon þekti þetla sálarstríð, og Lúther, kyrkjufaðir vor, og hjá báðum endaði það með sæl- um sigri. Lúther kunni að segja þeim leið- ina, sem rötuðu i slíkar raunir. Pré- • dikanir hans víkja ílestar að því, meira og minna. Á einum stað kemsl hann svo að orði um trú og til/inn- ingar, þessara síðar nefndu manna: »Margur spyr: Þar sem nú Krist- ur heflr numið burtu dauðann og syndir vorar og rélllæll oss með upp- risu sinni, hvernig stendur þá á því, að trúuðum mönnum finst að þeir bera í sér syndina og dauðann saml sem áður? Enn særir syndin, enn nistir samvizkan og vekur stundum ótta fyrir glötun í hjarta þeirra«. Því svara eg á þessa leið: Það er sillhvað að /innast eillhvað og að trúa. Trúin er þess eðlis, að henni finnst ekkert, hún útilykur skynsemina, lokar augunum, gefur sig orðinu á vald í allri einfeldni og fylgir því í lifi og dauða. Tilfinn- ingin nær þar á móli ekki lengra en skynsemin og skilningarvitin geta komist. Pess vegna er trú og tilfinn- ing sitt Iwað. Þess vegna lýsir höf- undur Hehrea-hréfsins trúnni á þessa lund: Trúin er fullvissa um það, sem maður vonar, sannfæring um það, sem eigi er auðið að sjá. (Hebr. 11, 1). Því ef vér sæum Krist krossfeslan og upprisinn, siljandi við hægri hönd föðursins, eins og vér sjáum blessaða sólina á heiðum himninum, þá væri sannfæring vor um liann og verk hans engin trii. En það, að Kristur er dáinn vegna synda vorra og upp- vakinn vegna réttlætingar vorrar, get- ur enginn séð né fundið né gripið það með skynsemi sinni. Þess vegna verðum vér að láta tilfinninguna rýma, en taka orðið, eins og það er ritað og innræta það hjarta voru, halda oss fast við það og standa fast á þvi, að synd og dauði og eilíf glötun sé sigrað, enda þó svo kunni að sýnast og oss finnist, að vér sé- um enn undir valdi þessarra óvina vorra. En tiifinning syndar og dauða varir í oss til þess að hvetja oss og knýja meira og meira til trúarinnar og gjöra hana öíluga, svo að vér þrátt fyrir nállúrlega skynsemi vora, og (Frb. á bls. 191).

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.