Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.04.1915, Page 8

Bjarmi - 01.04.1915, Page 8
56 B JARMI sérstök deild fyrir hermenn, og fyrir þeirri deild er ágælismaður nokkur, er Brandt heitir, og hélt hann nýlega 25 ára starfsafmæli sem hermanna- trúboði. Allir danskir menn kannast við hermannaheimilið i Kanpm.höfn og margir ungir menn hafa þar fundið hina mestu heill, já blessun, sem al- drei fyrnist, þvi að þar mættu þeir frelsaranum. I3að er gott fyrir unga menn, sem koma lil stórborgarinnar öllum ókunnir, að geta komið á slík- an stað, þar sem tekið er á móti þeim af vinum. Par gela þeir átt greiðan aðgang að skemtilegum stof- um, lesið og skrifað, keypt ódýran mat, notið margra leiðbeininga, hlust- að á fræðandi fyrirlestra og guðs heilagt orð. Slikt starf heíir mikinn kostnað í för með sér, en trúað fólk fórnar miklu. A síðastliðnu sumri kornu miklu fleiri hermenn á lieimili þetta en nokkru sinni áður, sem eðlilegt var. En hvað var þá gerlY Auglýsing var birt í blöðunum þess efnis, að á 2 dögum, 3. og 4. des., yrði safnað saman fé í hverri sókn í landinu til styrktar hermannaheimili K. F. U. M. í Kaupm.höfn; og skorað var á vini félagsins, að verða nú vel við þessari beiðni. Hvernig fór? Hepnaðist þetta eða ekki? Á 2 dögum sa/naðist i Danmörku 19765Í krónur 13 au. Þessi upphæð var fyrir nokkru afhent K. F. U. M. — Merkur viðburður í danskri kyrkju- sögu. — Nú er félagið búið að kaupa 3 hús, sem eru rétt hjá félagsbygg- ingunni, til þess að ná í byggingarlóð, og nú verður farið að byggja. Hér sjáum við mynd af trú starf- andi i kærleika, hér sést fórn, sem fagur ávöxtur krislinnar trúar. Safnað var fé i hverri sókn, og frá sumum fámennuin sóknum komu mörg hundruð krónur. Uin 18,000 kr. komu frá Kaupm.höfn sjálfri, og frá Sjálandi (utan K.hafnar) rúmar 36 þús. kr. Bak við þessar tölur er saga um trú, um kristilegan áhuga, um snar- ræði og skjótar framkvæmdir. En á undan slíkum árangri er gengið margra ára starf unnið í kyrþey, með bjargfastri trú og fórnandi kærleika. En þegar við lesum eða heyrum um ávaxtaríkar framkvæindir trúaðra manna, þá berst áskorun til okkar: Legg hönd á herrans plóg, og horf þú ei til baka. »Vakna þú, sem sefur, og rís upp frá dauðum, og þá mun Kristur lýsa þér.« Já, vöknuin, og höfum olíu á lainp- anum, og þá munu framkvæmdir fylgja lifandi trú. Bj. J. Myndir af merkum kristindómsfrömuðum erlend- um, ásamt æfiógripi þeirra, ætlar Bjarmi að flytja lesendum sinum, t. d. George Williams, stofnanda K. F. U. M., John R. Mott, stúdentaprédikaranum mikla o. m. fl. Verður byrjað á pvi i næsla blaði ef myndirnar verða komnar. Væntum vér, að þetta verði mörgum kærkomið. Blaðið prcntað 26. inarz. Útgefandi: H1 u ta f él ag í Rey kj a ví k. Ritstjóri: Bjarui Jónsson kennari, Grettisgötu 12, Reykjavík. Afgreiðslu- og innheimtumaður: Sigurján Jónsson, Laugavegi 19. Afgreiðslan (Laugaveg 19) opin kl. 8. árd. til kl. 8. síðd. PrenIsmiöjan C1 utcnberg.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.