Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.05.1915, Blaðsíða 3

Bjarmi - 15.05.1915, Blaðsíða 3
B J A R M I 75 frelsarinn hefir fram að hjóða, þarf það að þekkja vald og áhrif sorg- arinnar. Á meðan maðurinn hyggst í öllu sjálfum sér nógur og finnur enga sorg eða skort gera vart við sig í lífi sínu, þá er hann gjarnað- arlegast með öllu ómóttækilegur fyrir þá huggun og frið, sem frels- arinn býður fram. Iiann oftastnær heyrir þá hvorki né kannast við rödd frelsara síns, af þvi að heims- raddirnar kveða þá svo hátt í eyr- um hans og taka yfir eða kefja hina blíðu og laðandi náðarrödd Drott- ins. Þetta virðist líka eitt af góð- skáldum vorum hafa greinilega fundið, þar sem það kemsL svo spaklega að orði: »Ei vitkast sá, er verður aldrei hryggur — hvert vizkubarn á sorgarhrjóslum liggur«. — »Á sorgarhafsbotni sannleiksperl- an skín — þann sjóinn máttu kafa, ef hún skal verða þín«. En þetta ástand, að maðurinn finni ekki til neinnar sorgar eða saknaðar i sálu sinni, getur ekki að jafnaði varað lil lengdar. Alvara lífs- ins og sorg hlýtur hráðlega að gera vart við sig í einni eður annari mynd. Menn þurfa ekki að vera neitt sérlega langlífir til þess að komast að raun um sannleiksgildi þessara orða Síraks: »Áh}'ggja, ótti og sorg er allra manna líf frá móð- urkviði« (40. 1.). Ef oss væri unt að líta inn i öll þau mannlegu hjörtu, sem áhyggjan, óttinn eða sorgin nagar, hvílíkt ómælilegt djúp mannlegrar eymdar og sársauka mundi þá auganu hirtast? Hversu ótölulegur mundi verða fjöldi þeirra manna, sem — hæði hér og annar- staðar — verða með áhyggju og sárum kvíða að berjast fyrir tak- uiörkúðu lifsuppeldi fyrir sig og sína — eða sem verða að draga lram lifið með ýmiskonar þjáning- um og hjarta fylt af áhyggju og sorg út af glataðri heilsu — eða sem verða að horfa til baka yfir líf fult aí brostnum vonum og óupp- fyltum óskum — eða standa nú fátækir og vinum horfnir, þótl áður haíi þekt blíðari kjör og verið í hávegum haíðir, og þannig eftir alt saman að eins auðugri af reynslu og þekkingu á þvi, hve heimurinn, lystisemdir hans og vinahót, er ó- stöðugur og á hverfanda hveli — eða sem, eins og María Magdalena, verða að standa grálandi, með hjarta þrungið af lirygð og söknuði við gröf einhvers ástvinarins, sem allar þeirra tímanlegu framtíðarvonir, og hugsanir voru máske bundnar við. í sannleika er meira en nóg af sorgar- og grátsefninu til i heimin- um, jafnvel á hverja hlið mannlífs- ins sem lilið er. Og hvervetna er nóg þörfin fyrir þá huggun og hjálp, sem frelsarinn hýður fram. Og sannarlega vill hann nú sem fyr breyta sorg hinna harmþrungnu í gleði og gráti þeirra í gleðisöng. Enn sem fyr stendur hann með út- breiddan faðminn og segir: »Komið lil min allir, sem crfiðið og þunga eruð hlaðnir, eg vil gefa yður hvíld«. En að það eru svo margir, sem ekki vilja sinna þessari hjálp og friðarboði, kemur vitanlega til af því, að þeir elcki þekkja eða kann- ast við rödd frelsara síns. Það kem- ur til af þvi, að þá skortir þá trú, sem nauðsynleg er til þess að geta meðtekið í hið órólega hjarta þá huggun og frið, sem irelsarinn hýður fram og í blindni vantrúarinnar yilja þeir því ekki »varpa von og sorg í Di'otlins skaut«. Að vissu er þess ekki vænst, að maður- inn, þólt trúaður sé, geti losnað við alt strið og alla sorg út úr lífi sínu. Því sökum vors synduga eðlis, sem

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.