Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.05.1915, Blaðsíða 8

Bjarmi - 15.05.1915, Blaðsíða 8
80 B JARMI Þar sem áður voru einhver hin fegurstu hús bæjarins, eru nú, í hjarta bæjarins, svartar brunarústir. Sunnudagsmorgun- inn 25. apríl mun seint gleymast Reyk- víkingum. Pá gátu menn sjeð örlitla smámynd af pví, sem á síðustu mánuð- um hefir gerst í mörgum bæjum víðs- vegar úti i heimi, og þessi sorglegi at- burður, sem hér varð, ætti að beina huga vorum til peirra, sem eiga við svo mikla hörmung og eyðingu að búa, hörmung, sein stafar af kærleiksleysi og eigingirni mannanna. En pað, sem skeði hér i Reykjavík fyrir nokkrum dögum, ætti að verða oss prédikun, benda oss á, að alt er fallvalt, og engu jarðnesku er hægt að treysta. Einkennilegt var að heyra kyrkjuklukk- urnar kalla á menn til guðsþjónustu sama dag. Hljómar klukknanna bárust til manna, sem störðu á rústir og töluðu um eyðingu. Pað var eins og klukkurnar segðu: »AU eijöist og hverfur, en orð Drotlins varir að cilí/u«. Ferming er nýlega afstaðin hér í Reykjavík. I-’ermd voru á síðastliðnum sunnudögum 186 börn í báðum kyrkjum. Pað er alvarleg og hátíðleg athöfn, sem fer fram bæði hér og annarsstaðar á landinu, pegar foreldrar og aðstandendur koma með börnin í Guðs hús, til pess að pau taki á móti blessun Drottins. »En breysk er barnalund, þótt bljúg sé pessa stund«. Pess vegna ættu allir trú- aðir menn að biðja fyrir hinum nýfermdu ungmennum. Látum fyrirbænir fylgja æskulýðnum, blessum hina ungu, og lif- um þannig, að hinum nýfermdu ungling- um sé óhætt að veita oss eftirtekt. Erlendis. Norræna Santal-trúboðið. Árs- skýrslan 47. sýnir, að á limanum frá 1. okt. 1913 til 30. sept. 1914 voru skírðir 727 manns, par af voru 452 heiðingjar og 275 börn kristinna foreldra. Alls voru hinir kristnuðu þá 18,489 samtals á öllum þremur trúboðsstöðvunum. Trúboðið heldur uppi 2 skólum, öðrum handa drengjum og liinum handa stúlk- um. í drengjaskólanum eru 211 nemend- ur og 125 í stúlknaskólanum, og hafa öll börnin par heimavist. Indverska stjórnin veitir pessum skól- um viðurkenningu með því að veita peim árlega dálítinn styrk úr ríkissjóði. »Krageröbladet«. Á fimm fyrstu mánuðum 1914 hafði biblíuhúsið í Shanghai gefið út 200,000 fieiri biblíur en á sama tíma 1913. í Kó- reu ber farandbiblíukenslan góðan árang- ur, pví að 1908, áður en pessi kensla byrj- aði, voru að jafnaði seldar 70 bækur á mánuði, en í maí 1913 seldi hver bóksali 297 bækur. Á fyrstu 6 mánuðunum 1914 seldust í Ponjab 74,000 bækur, en alt árið 1913 seldust ekki fieiri en 92,500. Árið 1914 ætlaði félagið að kaupa 186,000 bibl- íur á rússnesku og slavnesku, nf sýnód- unni helgu i rússnesku kyrkjunni. Pasnett trúboði segir, að sínir beztu menn séu peir, sem hann hafi bjargað úr liungursneyð á Indlandi fyrir 14 árum. Peir hafa unnið að húsabyggingum á daginn og að hjúkrun sjúkra og deyjandi manna á næturnar. Oft hafa þeir tekið fötin sín af sér og lagt pau undir höfuð deyjandi manna og vakað hjá þeim allar stundir. (Missioneren.) SAMEININGIN, mánaðarrit hins ev.lút. kirkjut. ísl. í Vesturhcimi. Rit- sljóri: Björn B. Jónsson í Winnipeg. 24 arkir árg. Verð liér á landi 2 kr. Um- boðsm. á íslandi S. Á. Gíslason, kand. theol. Box 62 Rvík. Simi 236. Pcir, sem skulda fyrir blaðið, eru beðnir að borga pað sem fyrst. NÝTT KIItKJTJI3LA-Ð. Hálfsmánaðarrit fyrir kristindóm og kristi- lega menning, 18 arkir á ári, verð 2 kr., í Vesturheimi 75 cents. Útgefandi Pór- hallur Bjarnarson byskup. Útgefandi: Illutafélag í Reykjavík. Ritstjóri: Bjarni Jónsson kennari, Grettisgötu 12, Reykjavík. Afgreiðslu- og innheimlumaður: Sigurjón Jónsson, Laugavegi 19. Afgreiðslan (Laugaveg 19) opin kl. 8. árd. til kl. 8. síðd. Sími 504. PreDtsmiðjan Gutenberg.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.