Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 20.02.1916, Blaðsíða 2

Bjarmi - 20.02.1916, Blaðsíða 2
18 BJARMÍ sinnaskiftum, þarf að finna til lítil- mólleiks síns og sektar fyrir Guði; þetta er liið óírávíkjanlega skilyrði fyrir Gnðs náð og gjöf heilags anda, sem Guðs orð setur oss, alt í frá Jó- hannesi skírara niður i gegnum Jesúm sjálfan og alla hans postula. Gegnum þennan hreinsunareld iðrunarinnar þurfli Pétur að ganga til þess að geta orðið sá »klettur, er Jesús bygði á söfnuð sinn«; gegnum þenn- an sama lireinsunareld þurfum einn- ig vér að ganga, vinir mínir, eigi kristindómurinn að geta orðið sann- arlegt lífsaíl í sálum vorum og vér öðlast djörfung trúarinnar til þess að »játa Jesúm opinberlega fyrir mönn- um sem frelsara vorn og drottin«. Tímanum illa eytt. Um fátt er meira talað á vorum dögum en annríki og þreytu. Alt af er verið að lcvarta um það, að menn hafi engan tíma. Er það satt? Skyldi það ekki miklu fremur koma af því, að tímanum sé illa eytt — að menn gjöri sér eigi nægilega ljóst, hve dýrmætur tíminn er. Menn eyða tímanum í svo margt, sem er alsendis óþarft og gagnslaust i stað þess að telja hann grandgæfi- lega og láta sér liugfast vera, að hver slundin færir oss nær gröfinni og að liðinn dagur kemur aldrei aftur. Einu sinni var kona, sem Drottinn Jesús benti á, að hún »mæddist í mörgu«, en gleymdi hinu eina, sem er nauðsynlegt. Margir af samtíðarmönnum vorum þurfa líkrar áminningar við, því þeir eru svo margir, sem eyða tímanum til þess, sem er ónauðsynlegt í raun og veru, og gleyma svo hinu eina, sem er nauðsynlegt. Heyrt hefi eg sagl frá presti, sem hafði það að venju að spyrja sjálfan sig: »Pétur, hví ertu hérna?« Búast mætti við, að hver og einn, sem kominn er til vits og ára, legði samskonar spurningu fyrir sig: »Hvers vegna ertu hérna?« En þótt undar- legt megi virðast, þá eru þeir víst fáir, sem gjöra það. Menn hafa tíma til að rækja skemt- anir, fara í samkvæmi og á fundi, tíma til að reika fram og aftur um götur bæjarins, já, tíma til alls, sem nöfnurn tjáir að nefna, nema þess, að snúa huganum að sjálfum sér — að högum sálar sinnar. Hvers vegna ertu hérna? Hvernig er ástatt fyrir þér? Þeir eru fáir, sem brjóta heilann um þessar spurningar; en þar á móti hafa ílestir tíma til að tala um, livern- ig aðrir séu staddir og hvernig þeir ætlu að vera. Orsökin til þess, að margir eru svo innihaldslausir og rista svo grunt, er ekki sú, að þeir séu óskynsamari en aðrir; nei, margir þeirra eru beztu gáfum gæddir að náttúrufari. Hitt er orsökin, að þeir hafa aldrei tíma lil að hugsa um hag sinnar eigin sálar. Sumir eru svo önnum kafnir af bar- áttunni fyrir tilverunni, að allur hug- ur þeirra linígur að því; aðrir hafa allan hugann á veraldlegum skemt- unum. Og þegar menn einu sinni eru nú komnir út í iðustraum samkvæmis- lífsins, þá bera fæstir þeirra áræði til að segja: Hingað og ekki lengra! Rödd samvizkunnar hvíslar þvi, ef til vill, að þeim stundum, að þeir séu gengnir á glapsligu; en smátt og smátt mornar og þornar þeirra sál upp af tómleikanum, sem fylgir því lífl, sem þeir lifa. —

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.