Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 20.02.1916, Blaðsíða 7

Bjarmi - 20.02.1916, Blaðsíða 7
ÖJARMl 23 hve við íslendingar erum dreifðir hérna í Danmörku; við erum eins og höfuðlaus her. Sjálandsbyskup og Fenger prófastur við Holmenskyrkju liafa mikinn á- huga á þessu máli og styðja það á ýmsan liátt. Síra Haukur þarf að borga 7—8 kr. í hvert sinn fyrir kyrkjuna, og ef hann fær stærri kyrkju, sem vonandi verður (t. d. Vartov eða Elíasarkyrkj- una) þarf hann á töluverðum pen- ingum að halda. Eg vildi óska, að íslendingar, bæði heima á Fróni og ytra, vildu styrkja þetta lofsverða fyrirtæki og senda síra Ilauki pen- inga. Utanáskrift hans er: Síra I Ilaukur Gíslason, Herluf Trollesgade 4ni Kobenhavn I. Það ætti að vera okkur íslending- um sjálfsögð skylda, að senda síra Hauki það, sem hann þarf með til þessa starfs, svo liann þuríi ekki að bera kostnaðinn sjálfur eða leita liðs hjá dönsku fólki. Kristindómurinn og ófriðurinn. John R. Mott lýsir trúarlífinu i Norð- urálfunni nú á dögum á þessa lcið: Undanfarin ár hafa aHir mentamenn á Frakklandi látið sér á sama standa um kristindóminn eða jafnvel verið honum mótsnúnir. En nú á þessu ári (1915)? Hvar sem eg kom voru allar kyrkjur smáar og slór- ar mcira en fullar, og þangað sóttu ekki konur einar heldur og karlmenn, af ýms- um stcttum, sem ekki voru í þann svip- inn i herþjónustúnni. Á Pýzkalandi hefir aðstreymið aldrei verið jafnmikið og nú; kyrkjur fyltust jafnt á virkum dögum sem lielgum. Eng- lierdeild leggur svo af stað, að hún neyti eigi áður kvöldmáltíðar Drotiins. Söngvar þeir, sem þýzku hermennirnir sungu, voru nú eigi eins og áður: Dic Wacht an Rhein« eða »Deulschland, Deutschland iiber alles«, heldur hinn al- kunni sálmur Lúthers: »Vor Guð er borg á bjargi traust«. Aftur og aftur sungu þeir þetta vers: »Mcð eigin kröftum cnginn verst«. Á Englandi og Skotlandi varð eg líka var við ótvíræða trúarvakningu. Og all- staðar í Norðurálfunni eru trúarlegar til- finningar að glæðast hjá þjóðunum. Auðvitað er þessi vakning að mestu í anda gamla sáttmálans. Rað er Droltinn hersveitanna, sem ákallaður er, en ekki Drottinn Jesús Kristnr. En leiðtogar kristninnar leitast hvar- vetna við að beina þessum trúarlireyíing- um i þá ált, að þær verði að andlegri reynslu eða afturhvarfi til Krists. Takið eftirí Maður nokkur hafði legið þunga legu, en var á góðum batavegi. Einu sinni sem oftar, sat hann á rúmi sínu, en var venju framar alvarlegur og hugsandi. Hann var þá spurður, hverju hann væri að velta fyrir sér, og þá sraraði hann: »Pað angrar mig, að eg skil ekki al- mennilega enn sem koraið er, hvað Drott- inn hefir viljað benda mér á með þess- um sjúkdómi, og svo það, að eg hefi ekki að öllu veitt þeirri blessun viðtöku, sem hann hefir viljað búa mér með sjúk- leikanum«. Hefir þú, lesari góður, veitt því eftir- tekt um dagana, mcð hverjum hætti Guð hefir leitast við að leiða þig til frelsar- ans. Enginn kemur til sonarins, nema faðirinn laði hann. Skynsemi-gyðjan. Eftirfarandi saga er höfð eftir enskum ferðamanni: Árið 1820 var eg á ferð á ítaliu; fór eg þá einu sinni fram hjá sorphaug, sem fullur var af fataræflum og margskonar rusli. Eg sá, að eitthvað var kvikt i rælla-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.