Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.08.1916, Síða 8

Bjarmi - 15.08.1916, Síða 8
120 BJARMI í Winnipeg á horninu á Portage Ave. Marjoree stræti á drotningardaginn. Verk- ið var byrjað um sólaruppkomu og því svo að segja lokið um sólarlag; þrjátíu manns unnu að verkinu undir stjórn flmm ágætra smiða, og var unnið af svo miklu kappi, að ekki eru dæmi til meira, svo menn viti. Allir unnu kauplaust. Kirkju- fjelag það sem á þessa kirkju, kallar sig »hina kristu« og heitir prcstur þeirra J. R. Blunt. Söfnuðirsjera Friðriks Hall- grimssonar í Argyle heimsóttu hann nýlega og gáfu honum nýja bifreið. Hann liefir verið þjónandi prestur þeirra í 13 ár og er einkar vinsæll. Sjera Hjörtur Leó hefir verið heilsubilaður að undanförnu. Ilefir kveð- ið svo mikið að því, að hann hefir orðið að segja upp söfnuðum sínum og hætta prestsslörfum um stundar sakir. Svo er nú margt á gamalmenna lieimilinu »Betel« að ekki verður við hætt. Eru þar 25 og hafa umsóknir kom- ið frá mörgum, sem ekki verða teknir sökum rúmleysis. Verður óhjákvæmilegt að stækka hælið sem allra fyrst, þar sem aðsókn eykst daglcga og sýnir það ljós- lega hvilik þörf hefir verið þessarar stofn- unar. Kirkjuþing landa vorra vcstan hafs var haldið í Winnipeg22.—27. júní. »Mætt- ir voru allir prestar þeir sem nú þjóna í k.fjel.« segir Samciningin. En Lögberg telur þessa presta: B. B. Jónsson, N. S. Thorláksson, B. Marteinsson, Fr. Hall- grímsson, K. K. Olafsson, Jóh. Bjarnason, IL J. Leó, Gutt. Guttormsson, S. I. Christo- pherson, C. I. Olson, H. Sigmar og Sig. Ólafsson. Auk þess voru mættir um 50 safnaðarfulltrúar frá 33 söfnuðum. Sjera Kristinn K. Olafsson llutti prje- dikun í byrjun þingsins, og á eftir voru þingmenn til altaris. Prír fyrirlestrar voru fluttir »Kirkjan og /ijóðerniðn (sr. Runóllur Marteinsson). »Sigurafl trúarinnare (sr. B. B. Jónsson), og »Krislileg unglingafrœðsla« (sr. Gutt. Gutlormsson).— Sex nýir sötnuðir hættust við á þinginu. — St. O. Thorláksson kristniboði tók prestsvigslu. »Ping þelta — er var 32. í röðinni — var eilt hið starfsamasta og fjörugasta kirkjuþing, sein vjer höfum haldið« segir Sam. — Allir einbættismenn kirkjufjelags- ins voru endurkosnir. 36 nýir áskrifendur hafa koniið — allflestir af Vesturlandi — siðan 13. tbl. var prentað. Haldi kaup- endafjölguninni áfram þannig, sem jeg vona að vinir blaðsins i öðrum lands- fjórðungum stuðli einnig að, þá verður upplagið þrotið fyrir áramót, og kemst þá þessi X. árg. bráðlega i liált verð, og gott að fá hann nú fvrir 1,50 kr. — Af þvi að óseldir eldri árgangar reyndusl fleiri en jeg ætlaði, geta ngir kaupendur fengið þá innhefta fyrst um sinn fyrir 50 aura livern auk burðargjalds, ef lleiri en 2 eru keyptir í einu, annars kosta þeir 1 kr. hver. Peir sem safna áskrifendum, geta fengið ókeypis eitthvað af eldri ár- gönguin blaðsins, ef þeir óska, um leið og þeir senda borgun l’rá þeim áskril'- endum. Sagan, sem nú er langt komin i blað- inu, byrjaði í 8. árg., og geta þvi nýir kaupendur fcngið hana alla með því að kaupa 2 siðustu árgangana. — Sagan er ágæt, þegar hún er lesin í samhengi, þótt sutnum leiðist þessir smápartar. Að gefnu tilefni skal þess getið: 1. að mjcr bera allar úlistandandi skutdir fj'rir Bjarma, 2. að þótt ekki sjeu gerðar athugasemd- ir við aðsendar greinar, sannar það ekki að jeg sje þeim sannnála i smáu og stóru. 1. ágúst. S. A. tiíslason. Útgcfandi: Slgnrbjörn Á. Gíslason (cand. theol.) Box 62. — Reykjavík. — Simi 236. Prentsmiðjan Gutenberg,

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.