Bjarmi - 15.11.1916, Síða 3
BJARMI
163
fyllir á samkomum fjelagsins síðan
liann kom.
Eins og kunnugt er, fór sjera Frið-
rik vestur um haf fyrir þrem árum.
»Iiin evangelisk-Iútersku bandalög«
buðu honum vestur og vinir hans og
frændur eggjuðu hann fararinnar.
Hann var í Winnipeg framan af og
þjónaði söfnuði sjera Jóns heit. Bjarna-
sonar. »Kom þangað eins og hann
væri kallaður og af Guði sendur«,
eins og sjera Jóni heitnum fórusl orð.
Lengst af dvaldi hann þó í Minnes-
ota suður í Bandaríkjum og þjónaði
þremur íslenskum söfnuðum, einum
í bænum Minneota, þar sem hann álti
lieima, og tveimur í grend við bæinn.
Auk þessa ferðaðisl hann um ílest-
allar íslendingabygðir í Kanada og í
Bandaríkjunum. Var honum alstaðar
tekið tveim höndum og lætur liann
hið besla af veru sinni þar vestra.
Nú hefir hann fengið áskorun frá
öllum sóknarbörnum sínum í Minne-
ota-söfnuðum, um að hverfa til þeirra
aftur)1.
Er mikil eftirsjón að sjera Friðrik,
ef hann fer hjeðan alfarinn. Hann
hefir um 20 ára skeið starfað með
óþreytandi elju fyrir æskulýð þessa
bæjar og látið sjer mest um það hug-
að, að glæða hið besta í fari ungra
manna.
Er hann ekki aðeins »barnavinur«,
lieldur einnig sannnefndur »siðbóta-
maður æskulýðsins«.
Enginn Islendingur, þeirra er nú
eru uppi, mun liafa náð slíkum regin-
tökum á hug og hjarta ungra manna,
og fáir hafa átt almennari og ein-
1) Pá áskorun fjeklc hann nokkru áður
en hann fór að vestan, og purfti ekki að
svara henni fyr en eflir nýár. Aðra á-
skorun fjekk liann að laka að sjer kenn-
arastöðu við Jóns Bjarnasonar skólann í
Winnipeg, en því hafnaði liann þcgar i
stað. Rilst. Bjarma.
lægari vinsældum að fagna en sjera
Friðrik.
Vaknar því ósjálfrátt hjá oss þessi
spurning:
Hefir landið okkar, og þá sjerslak-
lega Reykjavík, ráð á því, að sleppa
sjera Friðrik, ef annars er kostur? —
Vísir hefir átt tal við hann, og kveðst
hann ekki ákveða að svo stöddu,
hvort hann fari vestur eða ekki. Kvað
hann það liafa glatt sig mjög, hve
starfið innan K. F. U. M. hafi gengið
vel meðan hann var í burtu. Fjelagið
vaxi svo hröðum skrefum, að húsið
sje að verða of litið. Starfið sje nú
komið á þann rekspöl, að hans þurfi
ekki lengur við.
Vjer erum á annari skoðun, að því
er síðasta atriðið snertir. Hann hugg-
ar oss með því, að þótt hann fari
hjeðan, muni hann nota sumarleyfi
silt til þess að heimsækja vini sína
lijer við og við, samgöngurnar sjeu
orðnar svo greiðar. — — Ef úr för-
inni verður, þá mun öllum sannarlegl
gleðiefni að sjá hann sem fyrst aftur.
Taki liann þann kostinn að dvelja
hjer, mundi það verða alfarasælast
fyrir æskulýð íslands.
En framkvæmdarstjórastarfið innan
hinna mörgu deilda K. F. U. M. er
orðið svo margbreytt og erfitt, að
vinir sjera Friðriks verða að aðstoða
hann af fremsta megni, svo hann
geti notið sín til fulls.
'r — —^
H e i m i I i ð.
Deild þessa annnst Guðrún Lárusdóttlr.
...— ---4
Samfundir á himnum.
í liúsinu þar sem jeg bý — skrif-
ar læknir einn — sá jeg daglega
gamla æruverða konu, sem sat við
glugga í kjallara-íbúðinni með prjóna