Bjarmi - 15.12.1916, Blaðsíða 2
178
BJARMI
Konungur jólanna.
i.
Guðssonur heilagur hiranum á
af hástóli sínum leit niður;
alt mannkyn þá dauðvona sjúkt hann sá,
í sál þess var enginn friður,
því yfir jörðinni allri lá
sú ódæma spilling og syndin,
er útskýra tunga engin má,
og afskræmd var Drottins myndin.
Hans eillfa, brennandi elská og náð
þá yfir jörðinni grætur.
Hann veit að til er eitt einasta ráð
á eymdinni að vinna bætur.
Og sjálfur hann, sem að hefir vald,
nú hikar ei við að bjóða,
að láta sitt blóð í lausnargjald
fyrir lífið gjövallra þjóða.
II.
Svo steig ’hann niður af himni háum,
holdi klæddist, varð mönnum líkur.
Konungur himnanna’ í hreysum lágum
vill hafa dvöl með börnum smáum.
Fyr eða slðar ei fæðst hefir slíkur.
III.
Hann kom til sinna og það voru þeir,
sem þektu hann eigi né skildu
og við honum taka ei vildu,
af því hann bar ekki brynju’ eða geir,
en boðin föðursins rækti meir;
honum svo fáir því fylgdu.
Að heimurinn betrist—það gengur ei greitt,
því Guðssonar heilaga vilja
og elsku hans örfáir skilja.
En gleðilegt verður, þá allir verða’ eitt,
þegar andi vor vitkast, ei misskilur neitt,
og enginn þarf ást sína’ að dylja I
IV.
Það það stafaði Ijómi hans ásjónu af,
augun hans mildu og djúpu sem haf,
þau skoðuðu alt og alla.
Hann skildi hjartnanna huliðsmál
og huggaði aumingjans grátnu sál
með almættisorðinu SDjalla.
Hann læknaði blinda og lama í senn,
og lífgaði dauða, konur og menn,
með almættisorðinu snjalla.
Hann Ukþráa græddi og llknaði þeim,
sem lægst voru settir í þessum heim.
Hann elskaði mennina alla.
Þá lægði hann ósjó og ofviðri skjótt,
út rak hann djöfla og hlýddu þeir fljótt
hans almættisorðinu snjalla.
Það verða’ ekki talin öll verkin hans,
er vann hann á laun meðal almúgans.
Hann vildi’ ekki hátt með þau kallá.
V.
Hann kom til þess, að kenna og fræða
og kenning hans var andi og líf.
Hann vildi alla auðga, græða,
og allra vera skjól og hlíf.
Þau gerðu lífsins leið svo bjarta
ljúfu og blíðu orðin hans.
Hann vildi senda í sjerhvert hjarta
sólargeislana kærleikans.
»Gleðjið hrygga og hruma slyðjið,
en hneykslið aldrei smælingjann,
og elskið, vakið, vinnið, biðjið«.
Það voru boð, sem kendi hann.
Og þeir, sem boðum þessum hlýða,
þeir fá helgan anda að gjöf,
og mega sjá hinn milda, blíða
mannsins son fyrir handan gröf.
Og sonur Guðs frá himni háum
horfir niður til mín og þín.
Hann vill oss hjálpa veikum, smáurn;
hann vill að allir leiti sín.
Ef hrekst þú einn um harma-slóðir
og hjartað geymir sár eða’ ör,
þá kom þú vinttr kær og bróðir
og krjúp við Jesú fótaskör.
Og þar fást læknuð þrútin sárin.
— Nú þangað skjótt f anda svíf. —
Og þar fást lfka þerruð tárin.
Og þaðan streymir eilíft líf.
Og kom þú eins á yndisstundum,
þá um þig gleðisólin skín.
Og í þeim dýrðar- Edens -lundum
mun ótalfaldast gleðin þín.
Já helgust, hreinust gleðin góða
oss Guðs frá kærleiksarni skín.