Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.12.1916, Blaðsíða 4

Bjarmi - 15.12.1916, Blaðsíða 4
180 BJARMI »vina«. Ekki sist á kaffihúsunum og i dansskólanum. — F*ar kyntust þau. Hann var snotur og hreyfilegur piltur. Ungu slúlkurnar sögðu það, og Björg var á sama máli. Hún þekti hann auðvitað lítið, ekk- ert annað en það, að hann hafði stöku sinnum boðið henni í kaffihús og þau höfðu orðið samferða í »Bíó«, dansað mikið saman í dansleikjun- um, setið saman í leikhúsinu og mætt hvort öðru á »rúndtinu«. Björg vissi sem sje, að viss hluti bæjarins var kallaður það, — og þau gáfu hvort öðru hýrt auga, eins og gerist og gengur. Hann sá óðara að Björg var falleg og vissi, að hún var rík; kát var hún og ljett í dansinum. Þelta voru alt kostir, og þótt þau þektust ekki frek- ar — það skifti minstu uiáli, — og ekki leið á löngu, áður en þau voru sögð trúlofuð. Gamli maðurinn reil dóttur sinni all-ítarlegt brjef, þegar fregn þessi barst honum lil eyrna. Hann kunni betur við að vita eitthvað um þenna tilvonandi tengdason sinn, og spurði því dóttur sína talsvert um liann og hagi hans. Lýsingin kom, þó ekki kæmi hún frá Björgu. Hún leit nú svo á, að þesskonar fyrirspurnir væru algjörlega ósamboðnar föður sínum, hann ætti að meta mest hennar eigin vilja. En foreldrarnir frjeltu samt nóg til þess, að Einar kaupmaður var ekki í vandræðum með, í hvaða flokk manna hann ætli að skipa unnusta Bjargar. »Vesalmenni«, sagði hann, »iðjulaus, duglaus og dáðlaus«. Og hann skrifaði dóttur sinni enn á ný, varaði hana við því, er hann taldi hættur og skipaði henni að koma heim sem fyrst. Því brjefi var aldrei svarað. En tíminn leið, og foreldrunum barst ný fregn. Það var daginn, sem fyrsta sorgarskýið skygði á hamingjusólina. — þegar reiðarþruman dundi og hagl- jel harmanna þyrluðu vonum föður og móður í allar áttir: Björg, einka- dóttir þeirra, hafði eignast barn, — »unnustinn« var farinn af landi burt. Þau setti hljóð, gömlu hjónin. Hún sat og liorfði í gaupnir sjer, en tárin tóku að renna hægt og þungt ofan kinnarnar. Hann stóð í sömu spor- um og einblíndi á brjefið, sem hafði fært honum þessa fregn. Hann trúði þessu tæplega. Var liún Björg litla, barnið hans, einka yndið lians og vonin, var hún ekki hótinu skárri eða skírlífari heldur en ómentuðu og lílilmótlegu stelpurnar, sem hann hafði farið svo mörgum og hörðum orðum um? Hún Björg litla, svikin í trygð- um og svívirt! Hún Björg litla, brenni- merkt lausung og smán! Það var hart, að þurfa að trúa þessu. Hann þagði, en þögn hans var eins og lognið, sem stundum fer á undan ofviðrinu. Konuna hans grunaði það. Hún bjóst við storminum, þótt hann yrði enn þá svalari en hún hafði hugsað. »Nú á jeg enga dóttur lengur«, sagði liann loksins í liásum, litrandi róm. »Heyrirðu það, kona! Hún stígur aldrei fæti framar inn fyrir okkar dyr«. Það var linífsstunga í móðurhjart- að, og sárin urðu fleiri og dýpri, og þegar öll von var úti um sátt og fyrirgefning, um enduifundi og sam- vislir við ástkæra einkabarnið, — þá var þrekið þrolið. Heilsan fór, kraft- arnir hurfu. Loks kom dauðinn og llulti móðurina heim á land friðarins og fyrirgefningarinnar. Rökkurskuggar skammdegisins þok- uðust nær og nær bústöðum mann- anna, — jólin voru í nánd. Einar kaupmaður var einsamall

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.