Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 15.03.1917, Side 3

Bjarmi - 15.03.1917, Side 3
BJ ARM I 41} .Túdasarmyndin, svikaramyndin, á að vera lil æfinlegrar aðvörunar. Hvor- Iveggja mvndin á að geymast í liuga vorum. Hvorug má gleymast. Því að vjer þurfum sífelt aðvörunar, meðan vjer erum i þessum syndaheimi, og allir svo veikir, svo breyskir. Og nú finst þjer þú ekki geta skilið, hvernig Júdas getur fengið af sjer að svikja sinn besla vin, svikja hann í trygðum, svíkja hann algjörlega, með ráðnum huga. Jeg skil það lieldur ekki. Hilt getur þú fremur skilið, og jeg líka, að Pjelur skyldi afneita honum, og það þrisvar, þrátl fyrir aðvörun meislarans. Það líkist meira okkur, sein öll höfum oft á tíðum á einn eða annan hátt afneitað frelsara vor- um, en eins og Pjetur aftur liöfum sjeð oss um hönd, iðrast og verið tekin til náðar. I’að líkist okkur. Pað þekkjum við svo vel öll, býst jeg við, af eigin reynslu. En þelta með Júdas er miklu tor- skildara. Við skiljum það ekki. Pekkj- um það ekki. Enginn af oss hefir áselt sjer að svíkja Jesúm, bregðast honum algerlega, skilja við hann alfarið. Þó væri ekki sagl frá þessu, það væri ekki fært í letur i liinni heilögu bók, ef eigi gæti verið samskonar hælta á ferðum, einnig fyrir okkur. Júdas seldi Jesúm fyrir 30 silfur- peninga, ekki af því að peningarnir freisluðu hans, — þella var heldur ekki stór upphæð, um 70 kr. — lield- ur af því, að hann hafði sell sig öðr- um, gelið djöflinum rúm, var orðinn þræll hans. I’elta er hið alvarlega og hræðilega. Petla vitum vjer af hinni heilögu frá- sögu. Það er sagl jiar berum orðum. Júdas! Júdas! hrópar þú. Hvernig gasl þú fengið af þjer að svíkja Jes- um, lærisveinninn ineislarann, besta vininn? Hrópaðu ekki hált. Hefir þú aldrei svikið Jesúm, og það með kossi? Ef jeg væri spurður fyrir augliti Guðs, hvort jeg hefði ekki svikið Jesúm, meistara minn og Drottin, brugðisl honum, þá yrði jeg að svara jálandi, að jeg hefði oft brugðist honum, svikið hann margsinnis og margvíslega. Jeg finn ekki köllun hjá mjer.til að ámæla Júdasi, sakfella hann, nema ef vera skyldi fj'rir þetta, að liann gerða það uísvitandi, af ásettu ráði, með ráðnum huga. Pað veit jeg ekki til að jeg hafi gert. Og það vona jeg að enginn af oss hafi gert. Jeg vil því heldur telja mig lil þeirra, sem Jesús bað fyrir á krossinum: »Faðir, fyrir- gef þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gera«. Helst vil jeg þó telja mig með Pjetri og hinum lnæddu lærisveinum, sem allir ílýðu, er Jesús var lekinn hönduin. Flúið hefi jeg olt, og þú að líkindum einnig. Einu sinni hefir Júdas verið tiltölu- lega saklaust barn, efnilegur og vel gefinn unglingur, ástkær móður sinni, j liklega snemma metorðagjarn og hugs- að liált, og gefinn fyrir að græða pen- inga. Á það bendir hin heilaga frá- saga. Og hann var elskaður af Jesú, á því er enginn efi, elskaður all til liins síðasla. Vjer sjáum það á þvi, hvernig Jesús tekur kveðju hans. »Vin- ur, hví erl þú hjer kominn? Júdas, svíkur þú manns soninn með kossi?« Er þetla ekki vinarkveðja, vinsam- leg aðvörun? Það er hin síðasla til- raun frelsarans til að bjarga hinum fallna, elskaða lærisveini, frelsa dýr- mæta sál hans. En það mistókst. Já, það mishepn- aðist. Jesús vildi, ó, livað hann innilega vildi hjálpa, bjarga, fyrirgefa. Um það efumst vjer ekki. Ef Júdas, eins og Pjetur, liefði grátið beiskum iðrunar- tárum, fallið lil fóta Jesú og beðið hann að fyrirgefa sjer og lekið belr-

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.