Bjarmi - 15.03.1917, Side 7
BJARMI
47
hægri handar. Einn morgun í býtið, kom
skipstjóri auga á skip, langt úti í sjón-
deildarhringnum. Stýrimaðurinn greip
sjónauka sinn og nú væru gefnar ná-
kvæmar gætur að skipi þessu.
»Það er stórt tvísiglt skip«, sagði skip-
stjórinn. »En jeg sje engan fána á því«.
»Peir setja upp fánann«, sagði stýri-
maður. »Jeg sje hann greinilega. Það er
vikingaskip, — blóðrauður fáni, það er
úti um Britianniu. Sjóræninginn hefir
komið auga á okkur, hann hefir besta
byr og nær okkur eftir nokkrar klukku-
stundir«.
Öll skipshöfnin á Britianniu var nú
orðin áskynja u;n víkingaskipið, sem
veitti Britianniu eftirför. Ótti og kvíði
fylti hug allra. Skipstjórinn skipaði fyrir
og brátt voru allir önnum kafnir. Það
var reynt að stýra skipinu i suður, en
óðara en sjóræningjarnir urðu þess varir,
tóku þeir sömu stefnu. Um mótstöðu var
ekki að ræða, þrátt fyrir það þótt öll
varnarmeðöl væru liöfð til taks.
Skipstjórinn kallaði alla skipshöfnina
saman á þilfarið, þeir voru eitthvað 13
talsins, og ávarpaði þá á þessa leið:
»Parna sjáið þið »rauða Jakobínann«,
piltar. Nú er alt komið undir því að bjarg-
ast. Jeg endurtek orð Nelsons: England
væntir þess að sjerhver maður gjöri skyldu
sina«. Og svo fel jeg ykkur alla Guði á vald«.
Kristniboðarnir voru einnig staddir á
þilfarinu. Við þá sagði liann: »kæru vin-
ir, farið þið i ktefa ykkar svo þið sjeuð
ekki fyrir okkur, og biðjið fyrir okkur«.
Pað hefðu þeir án efa gjört, þótt enginn
hefði beðið þá um það. Og nú varð litli
skipskleíinn þeirra að sannkölluðu bæna-
húsi. Pessi fámenni söfnuður fjell á knje
og bað og ákallaði drottinn drotlnanna
og konung konunganna, hann, sem alt
vald er gefið bæði á himni og jörðu, bað
hann um að taka alt skipið í sina vold-
ugu liönd. Kristniboðarnir voru öruggir
og hjetu hver öðrum því að halda áfram
að biðja hvort sem drottinn ætlaði þcim
líf eða láta þá deyja.
En vikingaskipið kom nær og nær og
svam nú í kringum Britanniu eins og
ránfugi; sem á næsta vetfangi ræðst á
herfang sitt. Britannia leitaðist við eftir
mætti að komast undan. Þá Ijet óvina-
skipið skothríðina dynja á Britanniu, en
á meðán kváðu við hlátrasköll og óhljóð
vikinganna. Skothriðin var ógurleg. En í
skipsklefanum báðust trúboðarnir fyrir
af öllu hjarta. Skipshöfnin beið næstu
skothriðar frá sjóræningjunum, og hún
kom, en gjörði engar skemdir. Sjóræn-
ingjarnir þóttust nú eiga all ráð Brit-
anniu í liendi sjer og bjuggust nú til að
hefja uppgöngu á skipið. Eftir fáein augna-
blik var úti um Britanniu og alla þá, sem
á henni voru. En þá var eins og hvirfil-
bylur hefði gripið skipið. Stormurinn
æddi og þaul og þandi út þau fáu segl,
sem enn þá voru óskemd á Britanniu.
Sjóræningjarnir hófu nýja skothrið á
skipið, og var alt útlit á, að nú ætti ekki
að hætta fyr en skipinu væri gersamlega
eytt og því sökt i djúp sjávar. Fallbyssu-
dunurnar voru ógurlegar og púðurreyk-
urinn huldi alt, svo að tæplega sá handa-
skil á þilfarinu. Allir hjeldu að nú væri
Britannia komin til fulls i hendur óvin-
anna, en þó voru þeir ekki komnir um
borð í skipið enn þá. Hreyfingar Brit-
anniu voru orðnar harla einkennilegar.
Æði stund snerist skipið í liring, og nú
var augsýnilegt, að skipshöfnin rjeð engu
um stjórn skipsins. Pað var eins og liin-
ar æðandi öldur hefðu það algjörlega á
sínu valdi. Höfuðskepnurnar háðu strið
við sjóræningjana. Skipið var knúð áfram
með ósýnilegu heljaralli til suðurs. Fall-
byssuskotunum fækkaði og fjarlægðust,
og skipverjar urðu forviða er þeir sáu
sjóræningjaskipið i mikilli tjarlægð og
sáu að það hafði tekið nýja stefnu og
sigldi nú hið bráðasta brott. Auðsjáan-
lega voru þeir hættir ofsókninni.
Skipstjórinn hljóp nú niður í klefann
til kristniboðanna, sem enn voru að biðja.
»Guði sje lof'.v. hrópaði skipstjórinn.
»Hann hefir heyrl bœnir ykkar. Við erum
úr lia’llii«. Og skipstjórinn fjell á knje við
hlið þeirra. Gleði tár streymdu um kinnar
þeirra allra, er þeir með hrærðu geði
sungu:
»Nú gjaldi Guði þökk
hans gjörvöll barnahjörðin;
um dýrð og hátign hans
ber himinn vott og jörðin.
Frá æsku vorri var
vor vernd og skjól lians náð,
og alt vort bælti böl
hans blessuð föðurnáð«.
Síðan gengu þau öll upp á þilfarið, þar
sem öll skipshöfnin var saman komin. í
fjarlægð sást ræningjaskipið. Allir fjellu
á knje, hvor við annars lilið, og eldri