Bjarmi - 15.06.1917, Side 8
96
BJARMI
prestaköllum verða að þeytast um presta-
kallið, svipað því eins og þegar læknir er
sóttur til sjúklings. Þeir skylduræknustu
messa auðvitað hii:a ákveðnu daga í kirkj-
unni, og sumir prjedika þá hina biblíu-
legu trú, en eiga þar fyrir utan aldrei
neilt samtal við söfnuðina eða einstaka
menn snertandi trú þeirra, sem jeg álít
að liefði þó fult svo mikil álirif. Við hús-
vitjanir llýta prestar sjer eins og þeir
geta, að minsta kosti þar sem jeg þekki
ti), og þótt cinhvern langi til að tala við
prcstinn um trú sína, þá má liann ekki
vera að því, að eyða timanum í svo-
lciðis samræður. Jeg er nú ekki gam-
all maður, rúmlega hálf-fimmtugur, en
munurinn er afskaplegur. Pegar jeg var
unglingur, húsvitjaði presturinn í sókn-
inni, sem jeg var þá í, á 3—4 hæjum á
dag, stóð lengi við á hverjum bæ og átti
samtal við heimilisfólkið, stundum um
veraldleg efni, en oftast hneigðist talið að
andlcgum efnum, sem oft var til uppörf-
unar. En nú er öldin önnur. Jeg fyrir
mitt leyti var að vona, að þegar bætt
voru kjör prestanna eða breytt tekj-
um þeirra nú fyrir nokkru, mundu þeir
gefa sig bctur við liinu poslullcga staríi
sínu, en mjer hefir brugðist sú von. I3að
munu vera til þeir prestar, sem taka að
sjer allra lianda brask: fasteignasölu, inn-
lieimtu skulda og því um líkt, sem ekki
virðist likjast starfi frelsara vors Jesú
Krists. Og þegar farið er að fara svona
langt út af þeim vegi, sem hann kendi,
finst mjer ekki von að vel fari. Mjer íinst
því að prestarnir eigi sinn skerf í aftur-
förinni, en þó mest þing og stjórn. — Mjer
finst að þetta megi ckki svona ganga til
lengdar. Prestana þyrfti að launa svo vel,
að þeir gæti eingöngu sint sinu postullega
starfi, og þurfi ekki að vinna óprestleg
verk til að geta lifað«.
í Kristniboðssjóð hafa gefið síðan
seinast var auglýst: Arni Pórðarson Ilof-
stöðum 1 kr., Pórður Ólafsson Ilraunsnefi
20 kr., sr. Gísli Einarsson Stafholti 4 kr.
— Alt sent af sr. G. E. — Kona í Rangárv.s.
3 kr., Ingunn Einarsd. Rvík 2 kr., N. N.
2 kr. — Áritun gjaldkerans er: Frú Ingi-
leif Sigurðsson, Grettisgötu 46, Rvík.
(?-- ■ =8
Hvaðanæfa.
Heima.
»Alt í hendi Guðs«. Ræningjarnir,
sem krossfestir voru um leið og Jesús
Kristur, voru ef til vill svipaðir áður en
reikningstíminn kom, en þá auðmýkti
annar þeirra sig og Ieitaði á náðir Krists,
enda þótt engin hjálp nje likn væri sjáan-
leg, — hinn forhertist og gerði gys að
Iíristi og allri náð. — Nú er reiknings-
skapartími þjóðanna upprunninn, Drott-
inn virðist vera þögull, en herskarar
myrkrarikisins geysa um láð oglög. Verða
þá sumir fullir forherðingar og gera gys
að »náð og líkn frá liæðum«, en aðrir
treysta Drotni og finna sálu sinni hvíld.
En hver erl þú, fávís maður, sem hygst
að varpa skugga á náð Drottins og visku?
Pjer finst Drottinn »standa firna fjarriw, en
fótmál stutt er milli þín og dauðans, —
og eftir dauðann kemur dómurinn.
Prestastefnan árlega (sýnódus) verð-
ur haldin hjer í bænum dagana 26.-28.
júní. Ilefst hún með guðsþjónustu í dóm-
kirkjunni þriðjudaginn 26. júni kl. 12 á
hádegi. Biskupinn sjálfur prjedikar.
Auk venjulegra sýnódusmála, sem þar
verða til umræðu og afgieiðslu, verða
þar flultir 3—5 fyrirlestrar guðfræðilegs
efnis, sumpart á prestaslefnunni sjálfri,
sumpart í sambandi við hana í dóm-
kirkjunni. (ísafold).
Af því að upplag blaðsins er stórt, en
dýrtíðin mikil, gela hundrað fálœkav fjöl-
skyldur, scm ekki hafa keypt blaðið fyrri,
fengið þenna árgang fyrir aðcins eina
krónu, en sjeu þær utanbæjar, bætast þó
25 aurar við í burðargjald. Vinir blaðsins
eru beðnir að geta um þetta við trúhneigt,
en fátækl fólk. — Og ef einhver lesand-
inn vill gefa blaöið slikum fjölskyldum,
þarf hann ekki annað en senda áritunina
og andvirðið. Enda fær enginn þessi kjör
nema borgun fylgi pöntun. — Aðrir nýir
kaupendur geta fengið fjórða árg. blaðs-
ins, innheflan, ókeypis um leið og þeir
borga, þó ekki Ileiri en 50—60 þeir
fyrstu.
Prealsmiöjan Gulenberg.