Bjarmi - 15.01.1918, Blaðsíða 2
10
BJARMI
lega ekki í þeim prestaköllum þar
sem altarisgöngur falla niður enda
árum saman«............»Orsakir van-
rækslunnar geta verið næsla marg-
víslegar og enda lítilvægar..........
»Prestar ættu að færa þetta rauna-
lega tómlæti í tal við sóknarbörn sín
meira en þeir gera« (bls. 25).
Pá minnist biskup á sálgæslu og
húsvitjanir presta, og hvetur þá til
að leggja meiri rækt við þær en áð-
ur. »Þar sem húsvitjanir eru ekki
orðnar neitt annað en manntalstaka
á bæjunum, eru þær vitanlega þ}rð-
ingarlausar. En sem betur fer eru
þær ekki orðnar það yfirleitt«. . . .
Mætti sannleiki þeirra fögru orða
Kalvins oss aldrei úr minni líða:
»Háleitara hlutverk en það að vaka
ylir sálarheill sambræðra sinna er
ekkert til, hvorki á himni nje jörðu«
(bls. 26).
Síðasti lcafli hirðisbrjefsins er um
guðspeki og spíritismann. Telur bisk-
up þær og viðtökurnar, sem þær hafa
fengið, alvarlega áminningu til starfs-
manna kirkjunnar um að vanda prje-
dikunarslarfið svo að trúhneigl fólk
þurfi ekki að leita annað en lil
kirkjunnar.
Um guðspekina segir hann meðal
annars:
»Kynni mín af henni eru fremur
lítil. En eftir þeim litlu kynnum að
dæma, sem jeg hefi af henni, þá
dylst mjer ekki, að liún á lítið skylt
við krislinclóm.1') Hún llytur að vísu
ýmsar trúar- og siðkenningar, sem
eru sameign kristindóms og ýmissa
annara trúaibragða eins og slíkum
úrtínings-átrúnaðarstefnuin er títt, og
lieldur fram kenningum, sem beinlinis
eru lánaðar frá kristnu trúnni. En
bæði er það, að stefnan sjálf verður
ekki fyrir það eitt kristileg, enda
1) Leturbreytingin vor.
hefir hún jafnframt þessu til ílutn-
ings ýmislegt, sem í augum kristinna
manna er ekki annað en tilbúningur
og heilasiHini,1) sem oss verður erfilt
að skilja að geti fullnægt trúarþörf
manna . . . « (bls. 27).
Um spiritismann segir hann meðal
annars:
»Skal það strax tekið fram, að
þekkingu mína á honum hefi jeg að
eins úr bókum og skrifum þeirra
manna, sem við þær rannsóknir hafa
verið riðnir, en hefi sjálfur aldrei
komið nálægt slíkum rannsóknum.
Er því ekki nema rjett og skylt að
jeg gæti allrar varúðar í dómum um
það mál.
Það má að líkindum ráða af því
sem jeg hefi sagt hjer að framan um
afstöðu mína til hinna guðfræðilegu
rýnirannsókna, að jeg sje ekki fremur
mótfallinn frjálsum rannsóknum á
þessu sviði en öðrum, sjeu rann-
sóknirnar í höndum þeirra manna,
sem treystandi er til að fást við slíkt
án þess að láta blekkjast af því sein
fyrir augun ber. Jeg fæ þá ekki held-
ur sjeð, að þessar rannsóknir i hönd-
um hinna rjettu manna sjeu vitund
syndsamlegri en aðrar vísindalegar
rannsóknir, þótt þær glími aðallega
við þá gátu, sem talin hefir verið
öllum gátum meiri, — sjálfa gátu
dauðans og geri það í þeim tilgangi
að fjarlægja skugga dauðans af lífs-
leið mannanna eða draga úr ógnum
hans með því að fá fulla vissu fyrir>
að ekki sje öllu lokið með dauð-
anum.
En þrátt fyrir þetta, er mjer fynr
mitt leyti erfitt að eigna þessum
rannsóknum eða rjettara árangn
þeirra það trúarlegt gildi, sem spíri-
tistar eigna þeim. Meðan tilraunirnar
eru ekki lengra komnar og sannanir
1) Leturbreytingin vor.