Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.01.1918, Síða 6

Bjarmi - 15.01.1918, Síða 6
14 B JARMI í hendur hinna og þessara skottulækna, sem að kynnu að slæðast? Færi sú móðir að dæmi Krists? Og islenska kirkjan fer líkt að, að því er mjer virðist. Hún er svo andlega ár- vakshrædd, löt og kærleikssnauð, að svo virðist sem hún huggi sig við þá svikulu von, að mannlegur lieilaspuni og til- raunabrögð kunni ef til vill að bjarga þeim, sem hún nennir eigi sjálf að leita u]>pi og frelsa í nafni Krists. Hverjir eru ver staddir en þeir, sem eru og lií'a án Ivrists, trúa því ekki, að hann sje eini frelsarinn frá synd og sál- arglötun? Hvað getur verið tjarri lagi, en að kirkjan feli leiguliðum að ann- ast þá? Því hvað eru þessir veslings menn bættari, þó að þeir sannfærist um það fyrir andatrúarlegar tilraunir, að líf sje til eftir þetta líf, þar sem þctta svo nefnda líf, er alt annað en það, sem kristindómurinn kennir, heldur mann- legur heilaspuni, og verður hjá mörgum að ömurlegri draugatrú, sem gjörir þá loks ruglaða og œrða en ekki sannkrislna. Jerúsalembúar trúðu því forðum all- flestir, að til væri annað líf, en samt grjcl Jesús yfir þeim. Margir þeirra lögðu alt kapp á að snúa heiðingjum til sinnar trúar. En hvað sagði Jesús um það trú- boð? Hið sama segir hann enn um hvert það trúboð, sem ekki er rekið i nafni lians og með hans krafti. Andatrúin er nú búin að vera hjer lándiæg árum saman, en hvar eru þeir, sem hún heflr bælt við hóp uppskeru- manna Krists? Biskup vor þekkir þá ekki, og jeg ekki heldur. Rað er sagt frá Roland Hill, eitt sinn er hann var að halda kristilega sam- komu, að þá hafl drukkinn tnaður komið lil hans og sjjurt, livort liann þekti sig ekki. Roland kvað nei við. »Mig furðar stórlega á því«, sagði maðurinn, »það voruð þó þjer, sem snjeruð mjer til trú- arinnar á þessum stað fyrir nokkrum árum«. »Pvi trúi jeg vel«, mælti Roland, »það er auðsjeð á yður, adjeg hefi snúið yður; þjer eruð einn af smíðisgripunum mínum«. — Roland var sannkristnari og auðmjúkari en svo, að honum gæti til hugar komið, að sjer gæti tekist að verka sáluhjálplegt afturhvarf hjá nokkrum manni af eigin mætti. Og nú er það min nýársbæn fyrir hinni sameiginlegu móður vorri, kirkjunni, að hún mælti nú með þessu nýja ári taka upp með afli.og áhuga það kærleiksstarf í nafni Krists, að leita sjálf að hinum týndu og frelsa þá, en hætti að reiða sig á mannlegar tilraunir, til þess að hún, sem á að áminna, verði ekki sjálf ræk. ________ B. J. Siðbótarminningin. Sælir eru þeir, sem heyra Guðs orð og varðveila það. Lúk. 11, 28. Pað litur svo út sumstaðar eins og litið sje liugsað um að heyra eða lesa Guðs- orð. En lof sje Guði, margir eru þeirenn sem hal’a uniin af að heyra það og lesa, og í þessu prestakalli eru þeir fleiri. Besl kom þetta i Ijós lijer á hinni stóru hátíð er nýlega er liðin. Iljer í þessu presta- kalli (Miklaholtsprestakalli) var messað á öllum 3 kirkjunum, og voru þær að kalla fullar al' i'ólki, voru allir mjög glaðir er þeir fengu þann boðskap, að messa ætti 3 daga í röð á 400 ára ininningu siðbót- arinnar. Eg fór um nokkra bæi í presta- kallinu með messuboðið og óskuðu marg- ir að Guð gæfi gott vcður, fann jeg glögt að þetta var hjartans ósk þeirra, og Guð heyrði bænir þeirra, þvi þrált fyrir það þó tíðin liafi verið oft erfið í haust var gott vcður alla þessa daga; lil dæmis um áhugann að sækja kirkjurnar þessa daga þó í miðri viku væri, skal jeg nefna einn mann, sem kominn er mikið á sjölugs- aldur og farinn að hrörna að ytri ásýnd- um. Hann fór gangandi á allar kirkjurn- ar og hlýddi messu, var þó um 12 stiga frost suma dagana og kirkjurnar mjög kaldar, má. af þessu marka, að áhuginn befir verið brennheitur þó veðrið væri kalt. Presturinn óskaði þess í messuboð- inu, að þessir (iagar væru allir helgir haldnir í prestakallinu, var því rækilega hlýtt, og víða voru lesnir húslestrar á heimilunum svo sem flestir fengi að heyra guðs orð. Mjer er það fullkunnugt, að á flestum bæjum í prcstakalli þ'essu erhald- ið uppi húslestrum. Sömuleiðis er mik- ill áliugi hjá toreldrunum að láta börn sín læra að þekkja Guð, og kristindóms- fræðslan er l'oreldranna lijartans mál. Eitt alriði var jeg ekki ánægður með viðkomandi siðbótarminningunni, að á Synódus í sumar tók biskup það ekki fram, að þessir 3 dagar væru allir jafn helgir um altland. Jeg fór til sóknarprests

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.