Bjarmi - 01.04.1918, Page 3
B J A R M I
51
hafa verið svo miklu færri eu skyldi,
mjer, syndaranum, til auðmýkingar,
en ekki lil hróss.
Fyrirgefðu mjer það, ástríki frels-
ari. Jeg stend með tómar hendur við
krossinn þinn og get engan krans um
hann vafið, til að gjöra hann dýrð-
legan. En nálægt krossinum vil jeg
samt dvelja, svo að jeg fái hreinar
hendur og sterkar til að stjaka brofl
freislingum og synd, en styðja ein-
hverja breiska bræður mína.
»Jeg á ekkert annað hæli,
einn þú getur hjálpað mjer«.
r
A páskadagsmorgun.
»Drottinn Jesús, líf og Ijós
oss þin blessuð elska veitir;
öllu stríði loks þú breytir
sælurikt i sigurlirós«.
Hvergi sje jeg betur þann sann-
leika en við tómu gröíina þína, Drott-
inn minn og meistari.
Alt mannlífið er hvíldarlaus barátta
við dauðann, og liefðir þú ekki sjálf-
ur leitt í Ijós Hfið og ódauðleikann,
væri sú barátta svo undurfátæk að
góðuin vonum, því að allaf eru ein-
hverjir að deyja. Dauðinn heggur
sundur helgustu ástvinaböndin, og
sjálfir föllum vjer fyr en varir fyrir
sigð hans. Margt blítt og strítt ber
óvænt að, en allra bíður dauðinn.
Ekkert ókomið er jafn áreiðanlegt og
jafn skuggalegt mannlegum augum,
sem það. Dimt hefði verið að horfa
niður i grafir ástvina sinna, ægilegt
að skoða sjálfs sín líkkistu, liefðir þú
ekki sagt oss og sannað, að hver sem
trúir á þig, mun lifa, þótt liann deyi.
Lof og dýrð sje þjer, ástríki frels-
ari minn, fyrir þann dýrðlega páska-
boðskap.
Jeg veit að það eru ýmsir á vor-
um dögum, sem reyna að sanna
áframliald lífsins með öðrum ráðum.
()g mjer skilsL að þeim sje mikið
leyft til þess að jarðbundið, andvara-
laust fólk færi, ef unt væri, að kann-
ast við að lífið hinu megin sje jafn-
verulegt og líf vort hjer á jörðu, og
dauðinn sje ekki dyr að neinni full-
sælu himnaríkis fyrir óendurfædda
menn. — En þegar þessir sömu menn
gjöra lítið úr guðdómstign þinni og
friðþægingu, þá á jeg enga samleið
með þeim, og minnist orða Jóhann-
esar postula þíns: »Sjerhver andi, sem
ekki játar Jesúm, er ekki frá Guði«.
Mjer er vitnisburður nýja testa-
mentisins um upprisu þína og fyrir-
heiti og guðdómlegt starf þill í sálum
lærisveina þinna fram á þennan dag
næg sönnun fyrir áframhaldi lifsins
hinu megin við gröfina. Og þótl jarð-
lííið verði miklu ábyrgðarmeira fyrir
þann« sannleika, þá fylgja honum
jafnframt svo dýrðlegar vonir fyrir
alla lærisveina þína, að dauðvona
mannkyn fær þjer aldrei fullþakkað.
Drottinn lífs og dauða, hugga þú
þúsundirnar, sem gráta nýdána ást-
vini sína, og þúsundirnar, sem harm-
þrungnar standa þessa daga lijá dauð-
vona ástvinum sínum. En tak samt
brott blekkingarfullar tálvonir fals-
kennendanna, sem kenna að. allir
verði hólpnir jafnóðum og þeir deyi,
livernig sem sambandi þeirra við þig
er varið. Lát oss aldrei gleyma því,
að syndugur, kærleikssnauður maður,
býr sjer kvalastað eða líður illa, þótt
liann væri seltur í Paradís, og að
þú sagðir: »Enginn kemur til föðurs-
ins nema fyrir mig«, og: »Ef þú vilt
ekki láta þvo þig, þá hefir þú enga
hlutdeild í mjer«.
En dýrð sje þjer, »sem dauðann
deyddir«, að þú hefir einnig hrotið
afl syndarinnar, leysir fjötra hennar
af lærisveinum þínum og hjálpar