Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1918, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.04.1918, Blaðsíða 4
52 B J A R M I þeim til að nálgast óskelfdir bústað heilagleikans. — Vjer erum samt of- fáir og ílestir ofsmáir, einkum í því að leiðbeina öðrum til þín. Kærleiksriki Drottinn, bjálpaðu mjer og oss öllum til að hagnýta oss hjálp- ræði þilt enn betur en áður, svo að páskafögnuður vor megi endast jafnt í sorg sem gleði og ná út yfir gröf og dauða, og að ljúfasta starf vort verði að hjálpa öðrum til að eignasl þann sama fögnuð. Bænheyr það, Drottinn minn, vegna auðlegðar þinnar og fátæktar vorrar. — Amen. 'r--------------------------——^ Heimilið. Deild þessa annast Guðrún Lárusdóttlr. ^ ... - ' =i „Alt fyrir Krist“. Saga eftir Giiðrúnu Lárasdóllnr. (Framh.). — — Það var liðið heilt ár síðan Bagnar hvarf á burt úr húsi föður síns; hann hafði ekki stigið þar fæti sínum síðan, þólt heimþráin færði hug hans oft og einatt á bernsku- heimilið hans, og hann dreymdi þang- að löngum, bæði í vöku og blund, og setti sjer það oft fyrir sjónir, hve dýrmæt gleðistund það yrði, er hann ætti afturkvæmt heim í föðurhúsin; en hann óttaðist það þó næsta mjög, að þess yrði langt að bíða; svo vel þekti hann skapferli föður síns. Fólkinu hafði orðið töluvert skraf- drjúgt um það, þegar Ragnar fór al- farinn burt frá föður sínum, »svona upp úr þurrucc, eins og einhver orð- aði það, og menn leiddu að því ýms- um getum, án þess nokkurn grunaði hver var hin rjetta orsök. Ragnar liirti alls ekkert um dóma manna og var svo heppinn, að frjetta minst af því, sem um hann var skrafað. Hann konist von bráðar að dágóðri atvinnu, og gat því komið sjer vel fyrir að lleslu leyli. Rannig leið tím- inn, dagarnir eltu hver annan og hversdagsstörfin fyltu þá alla svo að segja. Og þegar Ragnar settist að í herbergi sínu að loknu dagsverki, þá fanst honum jafnaðarlega fjarlægðin verða æ meiri að takmarki lians. Fleiri og fleiri virtust honum lorfær- urnar, erfiðari og erfiðarí sýndist hon- um leiðin, sem lá fram undan. Hvað starfaði hann fyrir það mál- efni, sem hann unni meira en öllu öðru? Hvað starfaði liann fyrir Ivrist? Og dagsslundirnar voru þá vísar til að koma fram fyiir hugskotssjónir hans, svo kuldalegar, glöggar og ónær- gætnar, og hvísla liver að annari: »Ekkert, ekkert annað en að strita fyrir eigin fötum og fæði!« Hann fann að það var salt, og hann fann svo sárt til þess, að þannig mundi það verða eftirleiðis. Og þó bjó von í brjósti hans enn, björt von og sviphrein, sem þrátt fyrir alt og alt koin í veg fyrir fullkomna auðn og myrkur í hryggu hjarta hans. Og vonin knúði hann til bænar. Oft og mörgum sinnum, þegar alt var hljótt og liúmið hnje yfir fold- ina, þá beygði Ragnar knje sin og úthelli hjarta sínu í brennandi bæn, vökvaðri barnslegum tárum, — þá fjekk hann náð til þess að fela áform sín í volduga föðurliönd Drott- ins. t*að voru sælustundir lians. Þá gleymdi hann þvi, að hann var út- skúfaður einslæðingur, af þvi að þá fann liann, að liann bjó í nálægð þess föður, sem engu barnanna sinna gleymir. Dagur var að kvöldi kominn og Ragnar sal einn i herbergi sínu. Hann var ný-kominn lieim frá vinnu sinni, og var ekki búinn að kveikja á lamp- anum. Eldbjarmi frá arninum sýndi t

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.