Bjarmi - 01.04.1919, Page 2
50
BJARMI
prestakallinu, sem jeg heimsótti í
sumar sem leið, að grasið var í hnje
blómlegt og ótroðið á sjálfri braut-
inni heim að kirkjudyrunum, og
besta berjaland var meðfram hliðum
annarar kirkju, en þar var heldur
enginn sunnudagaskóli.
Færeyingar hafa eldri og betri siði;
fara í kirkju á hverjum sunnudegi
og hlýða á húslestra, þegar ekki er
von á presti.
Fyrsti kirkjulegi fjelagsskapur hjá
Vestur-íslendingum hófst í Nýja-ís-
landi í Manitobafylki, enda voru þeir
þar langfjölmennastir á þeim árum.
En Nýja-ísland heitir landspilda á
vesturströnd Winnipegvatns sunnan
til. Er aðalnýlendan um 68 km. á
lengd og 16 km. á breidd, og með
henni taldar 2 eyjar sunnan til í
vatninu, skamt fyrir norðaustan
norðurenda nýlendunnar. Heitir önn-
ur Mikley (Big-Island) og er rúma
30 km. á lengd og 7 — 10 km. á breidd,
en hin er Engey, lítil eyja, óbygð.
Völdu nokkrir íslenskir landkönnun-
armenn það land handa löndum
sínum, og fyrsti landnámsmannahóp-
urinn íslenski kom þangað síðasta
sumardag 1875, eftir 5 daga ferð frá
Winnipeg (nú farið á tveim stundum
með járnbraut).
Fengu íslendingar eínkarjelt lil land-
náms á þessu svæði og var engum
öðrum þjóðum leyft að setjast þar að
fýr en árið 1898. Eru því sárfáir
aðrir en ísiendingar búsettir á þessu
svæði; og í Mikley voru í sumar
nál. 40 búendur, og þeir allir íslenskir.
Margir erfiðleikar og hörmungar
biðu íslendinga fyrstu árin i Nýja-
íslandi, svo sem húsnæðisleysi, mat-
arskortur, bóluveiki og óvenjulegir
frostavetrar. — En neyðin kennir
flestum bænrækni, og um haustið
1877 biðja 130 heimilisfeður úr 5
söfnuðum í Nýja-íslandi síra Jón
Bjarnason um að gerast prestur þeirra,
og um sama leyti sendu um 120
heimilisfeður í 3 öðrum söfnuðum í
N.-ísl. samskonar köllun til sra Páls
Þorlákssonar Jónssonar frá Stóru-
Tjörnum í Þingeyjarsýslu. Síra Jón
var þá ritstjóri norsks blaðs, »Blid-
stikken«, í Minneapolis og var það
starf miklu betur launað og ólíkt
fyrirhafnarminna en pestsstaða hjá
blásnauðum frumbýlingum, en hann
fór samt. Sama gjörði síra Páll, sem
þá var prestur Norðmanna og íslend-
inga suður í Visconsin. Hann dvaldi
ekki nema parta úr 2 árum í N.-ísl.,
fluttist svo með íslenskum landnáms-
mönnum til Dakota og andaðist þar
1882. Síra Jón hvarf aftur til íslands
vorið 1880, en vígði rjett áður á
Gimli Halldór Briem guðfræðiskandí-
dat, er svo varð eini presturinn í
Nýja-íslandi það árið. Næsta ár
gengdi H. Br. preststörfum, sumpart
hjá Minnesota-íslendingum og sum-
part í Winnipeg, en hvarf svo lieim
til íslands. Munu þá íslendingar í
Ameríku hafa verið alveg prestslausir
árlangt.
Þegar ísl. kirkjufjelagið var stofnað
með fulltrúum 12 safnaða í júní 1885
voru prestarnir ekki nema 2, síra Jón
Bjarnason og síra Hans B. Thor-
grímsson. Hinn síðarnefndi tók við
preslsþjónustu i N.-Dakota sumarið
1883 og hinn fyrnefndi ári síðar í
Winnipeg. Svo að prestaskorturinn hjá
Vestur-íslendingum er bæði gamall
og nýr.
Fyrsta kirkjan, sem íslendingar
reistu í Ameríku, var hjá Víkursöfnuði
í Norður-Dakota, bygð árið 1884.
Hún var 28 fet á breidd og 46 fet
á lengd og tók um 200 manns. Eng-
iun var kirkjuturninn og flest vantaði
í hana i fyrstu, sem kirkju má prýða,
— nema fólkið. Því þótti vænt um
kirkjuna og prýddi hana vel síðar.