Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 15.04.1920, Side 3

Bjarmi - 15.04.1920, Side 3
ÖJARMI 59 hliða streymdu að honum samúðar- skeyti frá kristilegum fjelögum um land alt. Stjórnmálablöðin norsku íluttu fjölda greina frá leikum og lærðum um þetta mál og auk þess flest öll kristilegu vikublöðin og tímaritin norsku, sem skifta tugum, og kristi- lega dagblaðið »Dagurina« (Dagen) í Björgvin flutti nærri daglega greinar um það, og þess vegna komst það frekar á dagskrá hjá almenning, en nokluu sinni fyr. Tveir biskupar lóku verulegan þált í utnræðunum, Tandberg Kristianíu- biskup, sem studdi samvinnu og frið við nýguðfræðinga, þótt hann væri þeim ósamdóma uin nýguðfræðina, og Hognestad biskup í Björgvin, sem eindregið studdi eldri stefnuna. Annars fór því fjarri, að »lærðir guðfræðingar« einir tækju til máls í blöðunum. Ymsar greinanna, sem mesta eftirtekt vöktu, voru frá leik- mönnum, fjarlægar allri heimspeki- legri guðfræði og skýringum torskildra ritningarorða, en þrungnar af sann- færingarhita uin mikilvægi málsins. Lövenskjöld kammerherra skrifaði t. d. (sbr. »Morgenbladet« 20. des.): Vjer viljum ekki hafa þessa nýguð- fræðis-presta, vjer viðurkennuin þá ekki. Vjer ráðumst ekki á þá per- sónulega og höfum enga lieimild til að dæma um hvernig trúarafstaða þeirra er gagnvart Guði. Eii kenn- ingar þeirra getum vjer dæmt um. t*ær viljum vjer ekki heyra í lúterskri kirkju vorri. Vakandi og lifandi söfn- uður, sem eindregið aðhyllist kenn- ingu kirkjunnar, getur ekki og vill ekki notast við prest, sem ílytur vatns- blandaðan og óákveðinn boðskap í P'jedikunarstótnum, og sem sjerstak- íega við banabeð og sjúkravitjun getur ekki talað rjett við deyjandi menn. Saxlund, hæstarjettarmálaflutnings- maður, skrifaði, að afstaða Halles- bys væri rjett frá lögfræðissjónarmiði, en hinna ekki. »Sigla þeir ekki undir fölsku flaggi sem hafna þessum 16 alriðum, sem dr. Hallesby telur upp, en kalla sig þó evangelisk-lúterska kristna menn?« Ur því nýguðfræð- ingum finst of þröngt um sig innan kenninga kirkjunnar, æltu þeir að fá lögunum og jálningunum breytt. Góðir borgarar geta breytt lögum, en þeir brjóta þau ekki. Vitanlega voru sjónarmiðin harla mistnunandi í blöðunum: Kaþólsk blöð sögðu: Parna getið þið sjeð árangurinn af viðskilnaðin- um við Róm. Komið til vor allir þjer sem þreyttir eruð af andstæðum full- yrðinga lút.guðfræðinga. — Svoermælt, að í Þýskalandi hafi fjölda margt trú- hneigt fólk gengið úr þjóðkirkjunni og gerst kaþólskt, til þess að komast hjá efasemda-guðfræðinni síðustu árin. Og sýnir það, eins og fleira, hvílíkur dæmalaus barnaskapur það er að fullyrða, að ekki sje til neins fyrir kirkjuna, að bjóða samtíðar- mönnum vorum »trúarkenuingar lið- inna alda.« Jafnaðarmanna-blöðin’) glottu og kváðu gott að deilan haiðnaði, þvi þá inundi nýguðfiæðin verða berorð- ari og betur en áður hjálpa jafnað- aðarmenskunni til »að koma öllum þessum kristindómi veg allrar ver- aldar.« Eitt »frjálslynda« dagblaðið sagði að það væri ábyrgðarhluti, að leyfa 1) Social-Demokraten (norskt jafnaðar- mannablað) sagði: »Hjer í Noregi eru þegar byrjuð fangbrögðin milli gömlu og nýju guðsdýrkunarinnar. Nýguðfræði og frjálslyndur krislindómur eru í raun og veru ekki annað en nýir þættir í þeirri þróun, sem stefnir beint að takmarkinu: Mannkynið trúarbragðalausl.n

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.