Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 15.04.1920, Qupperneq 11

Bjarmi - 15.04.1920, Qupperneq 11
B J A R M I 67 »En á jeg þá að fara burtu aftur?« spurði Ella með ótta-kendri röddu, og leit tárvotum augum á Þórunni, augun mintu hana á döggvott blóm á vordegi. »Já, Ella mín, það verður svo að vera, — og þú veist það, elskan mín, að hjer flnnurðu hann babba þinn aldrei.« Ella hjúfraði sig upp að Þórunni og sagði hálf-kjökrandi: »Ef mjer leiðist hjá lækninum, þá kem jeg til þín, frænka.« Ella tók eftir því, að Þórunn þerr- aði sjer vandlega urn augun, áður en þær gengu út á hlaðið. Egill var að ganga frá föggum hennar á Grána, þegar Sverrir kom með fáeina leggi og horn og bað pabba sinn um að reiða það með sjer. »Það er hann Valur og hann Spói,« sagði hann við Ellu »og fáein horn, sem þjer þykja svo falleg. Þú ált að eiga það,« bætti hann við feim- inn og niðurlútur. Ella þakkaði gjöíina, glöð í bragði. Egill tók hana á hnakknefið fyrir framan sig, þegar búið var að kveðja hana og árna henni allra heilla. Börnin stóðu þegjandi og hjeldust i hendur á meðan Gráni fetaði burt með Ellu á bakinu, en Þórunn mændi tárvotum augum á eftir henni, uns hraunið byrgði hana sjónum hennar. (Framh.) rr~ Hvaðanæfa. **=== =.-■ 4 Erlendis. Eráíslendingumvestanhafs. Veik- indi og dauði hafa víða komið við hjá löndum vorum síðan um nýár, heflr eink- um inflúenzan verið þar mannskæðari en vor á meðal. 3 merkar konur má nefna: Frú Magnea Hermann, dóttir Pjeturs organleikara Guðjohnsens, andaðist 3. febr. 74 ára gömul. Hún var kona Hermanns Hjálmarssonar frá Mjóafirði, sem nú er bókhaldari Lögbergs í Winnipeg, áttu pau 7 mannvænleg börn, sem öll eru löngu uppkomin. Frú Porbjörg Melúsalemí-dóttir, kona siia Sigurðar Christopherssonar (l'rá Nes- löndum við Mývatn) í Langruth, Mani- toba, andaðist úr lungnabólgu 10. febr. Frú Anna, kona Páls Bardals yngra, bróðursonar þeirra Arinbjarnar og Hall- dórs Bardals, andaðist úr inflúensu 5. febr., 23 ára gömul. Hún var dóttir Jóns J. Vopna i Winnipeg, ráðsmanns Samein- ingarinnar. Útg. Bjarma sendir hjartanlega samúð- arkveðju þeim sem eftir búa við harm og söknuð. Síra B. B. Jónsson, forseti kirkjufjelags- ins, liefir vegna lieilsulasleika orðið að sleppa ritstjórn Sameiningarinnar um stund nú um áramótin. Annast sira Stein- grímur Porláksson iSelkirk rilstjórri blaðs- ins á meöan með sira Guttormi Guttorms- syni í Minneota. Nýr söfnuður var myndaður í Glenboro- bæ í Manitoba í haust sem Ieið. Búa þar um 150 íslendingar og hefir síra Fr. Hall- grimsson messað lijá þeim einu sinni á mánuði i allmörg ár, þótt ekki hafi mynd- ast þar fastur söfnuður fyr en nú. Stórstúka I. O. G. T. í Manitoba lijelt þing sitt i Winnipeg 17. og 18. febr. Ný- kosnir embættismenn hennar eru allir ís- lendingar, stórtemplar er Arinbjörn Bar- dal, stórritari miss Ásta Austmann og stór- gæslum. u. t. Sig. Júl. Jóhannesson. Dr. Charles M. Sheldon,höfundur sög- unnar »1 fótspor hans« og fleiri kunnra bóka, hefir nýlega alveg slept prestsskap, en tekið við ritstjórn víðlendasta kristi- legs blaðs Ameriku, »Christian Herald« í New-York. Skömmu eftir útkomu fyr- nefndrar bókar, tók liann i vikutíma að sjer ritstjórn daghlaðs eins í Topeka í Kansas, þar sem hann var prestur, með þeim ákveðna tilgangi að stjórna blaðinu eins og hann lijeldi að Kristur mundi stjórna því. Vakti það svo mikla eftirtekt, að kaupendatala blaðsins þritugfaldaðist — frá 12 þús. í 360. — En ágóðinn var allur gefinn kristilegum fyrirtækjum. (Framhald á bls. 72).

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.