Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.08.1920, Blaðsíða 3

Bjarmi - 15.08.1920, Blaðsíða 3
ÖiÁftMÍ 123 væri paö gagnstætt vilja þeirra sem gefa Jólakveðjurnar. En geti nokkur mcð rök- um fundið að fyrri útlilutun »Kveðjanna«, er hann beðinn að skrifa mjer það greini- lega svo að hægt sje að bæta úr því framvegis. Reynsla min. Mjer, Þorvaldi Bjarnarsyni á Núpa- koti undir Eyjafjöllum, nú á 87. ald- ursári, fanst jeg hafa fram eftir æf- inni farið villur vegar. Tók mjer þá að líða illa. Meðal annars hafði jeg vanrækt altarisgöngur, en var þó far- inn að rækja þær upp á siðkastið. Þó var jeg hikandi og mintist þess oft og angraðist af, að talað er um það, að sumir, sem gangi til guðs- horðs eti og drekki sjer til dóms- áfellis. Var jeg eigi viss um nema jeg kynni að vera í þeirra tölu. Þá var það eina nótt, að mig dreymir að til mín ketnur maður nokkur. Hafði jeg áður beðið Guð um að leiðbeina mjer í þessu efni, og vísar nú þessi maður mjer á sálminn nr. 12 í sálma- bókinni. Er þetta upphaf sálmsins: »Ó, það djúpið auðlegðar«, og er hann orlur af leklur síra Hálfdánar- syni, föður núverandi biskups. Eftir að jeg hafði lesið sálm þenna, leið mjer að öllu leyti betur andlega. Var þó ekki allur efi um sum atriði alt- arissakramentisins horfinn úr hjarta mínu. Meðal annars þráði jeg að fá nánari vissu fyrir því, að vín það, sem nolað er við það tækifæri, væri í sannleika það, sem orðin boðuðu: sannarlegt blóð Jesú Krists. Var jeg í efa um þetta, en liugði þó lil alt- arisgöngu. Dreymir mig þá enn, að jeg sje á leiðinni til Eyvindarhóla- kirkju. Bóttist jeg vera einn á ferð °g villast af veginum og lenda í veg- leysu á blautum mýrum til útnorð- urs frá Eyvindarhólum. þykir mjer þá maður koma til mín að hægri hlið mjer. Rjettir hann mjer þráð, hvítan, örmjóan og mjúkan viðkomu. Var þráðurinn langur og allur á lofti. Þykir mjer þessi maður segja mjer að taka við þræðinum og rekja mig eftir honum þangað til jeg sjái í kirkj- una opna og sje mjer þá borgið. Þóttist jeg gera sem fyrir var lagt og komst jeg í draumnum með þessum hælti til kirkjunnar rakleiðis inn í kórinn. Voru þar fyrir nokkrir menn, en eigi bar jeg kensl á neinn þeirra. Þykist jeg nú sjá yfir grátunum sunn- anmegin borð, fast að því eins hátt og altarið sjálft. Á borði þessu voru bikarar allmargir og sömuleiðis á alt- arinu. Þótti mjer sem væru þeir á stærð við hálfglös. Enn fremur voru á altarinu og í sumum gluggum kirkj- unnar ílöskur margar og fullar af messuvíni. Einn þeirra manna, er fyrir voru, tók nú að sýna mjer flösk- urnar, en hinir, sem þar voru, hjálp- uðu honum til og rjettu honum þær. Sýndi hann mjer rjett ofan við lagg- arbrúnina á öllum flöskunum upp- hleypta stafina : L. S. Tóku þeir og allir undir, er við voru, að alt þetta væri áreiðanlegt, enda efaði jeg það nú ekki lengur. Dreymdi mig svo ekki meira í þetla skifti. Ekki veit jeg hvort þetta, sem nú var sagl, hefir staðið í sambandi við atburð, er gerðist nokkru eftir þetta. Pað var á sunnudagsmorgni um vor- tíma að jeg ætlaði til kirkju. Átti að vera altarisganga og ætlaði jeg að vera til altaris. Ætlaði fleira fólk af lieimili m'ínu, en varð síðbúið og leiddist mjer að bíða eftir því. Fór jeg því einn á undan. Roka var yfir öllu og jeg orðinn mjög sjóndapur. Viltist jeg þá á sömu stöðum, sem jeg þóttist villast í draumnum, en komst þó alla leið klaklaust yfir

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.