Bjarmi - 15.08.1920, Síða 4
i‘24
tí j A H M í
mýrina og náði til kirkju í tæka
tið.
En þótt jeg nú bæði tæki að sækja
kirkju oftar en áður og að vera til
altaris, þá var jeg samt stundum ó-
rólegur í hjarta. Lá það um langan
tíma sem farg á mjer að mjer yrðu
ekki fyrirgefnar syndirnar. Mjer fund-
ust brot mín svo mikil og mörg. Þá
var það eitt kvöld, að jeg bað Guð
heitt um hjálp og að hann ljeti mjer
auðnast að finna það, að hann væri
mjer náðugur. Að Iokinni bænagjörð-
inni sofnaði jeg. Þá dreymdi mig að
sjálfur Jesús Kristur kæmi til mín,
að hægri hlið mjer. Fullvissaði hann
mig um, að hann hefði gjört all það,
sem faðirinn hefði boðið sjer. Á því
væri engin undantekning, að allar
sgndir vœru fgrirgefnar þeim sem trúa
á hans nafn. Þótti mjer sem jeg lyli
honum í auðmýkl og lotningu en
friður og rósemi færðusl yfir sál
mína. Hefi jeg alla tíma síðan verið
fullviss um náð Guðs við synduga
menn fyrir Drotlin vorn og frelsara
Jesúm Krist.
Um þelta leyti og eftir þetla, þráði
jeg það heilt og innilega að láta í
Ijósi þakklæti mitt til Guðs fyrir hina
miklu náð hans við mig. Rifjaði jeg
í því skini upp alt það er jeg hafði
numið af bænum og andlegum ljóðum
og sálmum og hafði yfir með sjálfum
mjer. Þá dreymir mig það eina nótt
að jeg sje að hugsa um það hvernig
Guði yrði best þakkað. Var þá einsog
þrýst væri inn í meðvilund mína
þeirri hugsun, að þakklætið við Guð
væri þá fyrst fullkomið er maðurinn
gæti þakkað fyrir alt, og þakkað alt
og all. Síðan hefi jeg jafnan þakkað
Drotni með þessum hætti:
Eitt af því, sem jeg líka þráði mjög
var það að geta elskað náungann eins
og sjálfan mig. Átti jeg lengi erfilt
með þetta og lá það þungt á mjer.
Bað jeg þá Guð eitt kvöld, og játaði
fyrir honum þessa synd mína, og
bað hann um að taka hana frá mjer.
Um morguninn er jeg vaknaði; fann
jeg að jeg hafði verið bænheyrður
og hefir þetta aldrei siðan orðið mjer
til ásteytingar
Eitt sinn dreymdi mig að jeg þótt-
ist vera úti staddur milli Núpakots
og eyðibýlisins, Svaðbælis. Þótti
mjer þá sem jeg sæi veg bjartan og
beinan og lá hann út frá trjárót
mikilli, sem var þar niðri í jörðunni
undir fótum mjer. Voru þar fyrir
fleiri menn. Virtist mjer allir undrast
hvað vegur þessi væri fagur og beinn.
Stefndi hann til austurs um hrjóst-
ugt land svo lang sem augað eygði:
Þótti mjer þetta vera vegurinn til
himnaríkis. Síðan vaknaði jeg.
Jeg þykist í öllum þessum draum-
um hafa orðið var við hið sama og
skáldið forna í ísrael, að miskunn
Drottins er voldug yfir oss og að
trúfesti Drottins varir að eilífu. Enda
hafa þessir draumar mínir flestir líkst
mikið meira viðburðum þeim er bera
fyrir vakandi menn en sofandi. Svo
ljósir og skýrir hafa þeir verið, og
verulegir. Jeg veit nú til fulls eftir
nána yfirvegun og sanna reynslu
hver er Guðs vilji, að hann er fólg-
inn í þessum boðorðum, sem Kristur
með heilögu Hfi og fórnardauða á
krossi gaf nýtt innihald: Elska skaltu
Drottinn Guð þinn af öllu hjarta þínu
og af allri sálu þinni og af öllum
mætti þínum og af öllum huga þín-
um, og náunga þinn eins og sjálfan
þig. í þeim er fólgið alt lögmálið og
spámennirnir eins og Kristur hefir
sagt. Þessum boðorðum vil jeg reyna
að hlýða í veikleika og með heilags
Guðs aðstoð til loka æfidaga minna.
Porvaldur Bjarnarson.