Bjarmi - 15.08.1920, Page 5
BJAftMt
Í2§
Enda þótt Bjarmi geri lítið að því
að birta drauma, telur hann rangt að
neita gömlum manni, kunnum um
hálft ef ekki alt ísland, að birta þá
játningu, er felst í framanritaðri grein.
Það bar einu sinni allmikið á Þorvaldi
á Þorvaldseyri og áhugamál hans voru
mörg. Nú er hann blindur orðinn og
býst við dauða sínum þá og þegar,
og nú er það aðaláhugamál hans að
»þessi játning sin verði heyrin kunn«,
eins og sóknarprestur lians, síra Jukob
Lárusson í Holti skrifar, sem fært
hefir og greinina í letur fyrir hann.
Guð blessi yður, Þorvaldur, og alla,
sem í myrkri silja. — »í myrkri
Ijómar lífsins sól«, því blóð Jesú
Krist, Guðssonar, hreinsar oss af allri
synd, — og þótt veik sje hönd og
valtur fólur vor, þá er öruggur stuðn-
ingur að gegnum stunginni hönd frels-
arans. — Betur að allir lesendur
þessa blaðs vildu þreifa fyrir sjer eft-
ir þeirri hendi.
Ritstj. Bjarma.
Eigum við að stofna
fríkirkju?
Mjer finst nauðsyn, að það sje sem
allra best athugað af sem flestum,
því ekki er ólíklegt, að um aðskiln-
að ríkis og kirkju verði rætt á næstu
þingum. Og það ætti ekki að vera
vandi, jafnvel á næstu þingum.
fyrir alþingismenn okkar að afgreiða
lög um skilnaðinn, því fyrir þann
hma ælti þjóðin að vera búin að
átta sig á þessu mikilsverða máli.
"Jeg veit vel, að jeg hefi ekki svo
8°tt vit, eins og þarf á því, hvort
hetra er að skilja að ríki og kirkju,
°g því ætla jeg nú ekki að skrifa
'angt mál um það. Jeg vona að það
geri heldur þeir sem eru mjer fær-
ari til þess. Hingað til hefi jeg verið
á móti skilnaði, aðallega ekki sist
fyrir það, að jeg hjelt, að þjóðin væri
ekki svo áhugamikil með trúmál, að
hún launaði nógu mörgum prestum
(einkanlega ef kirkjueignirnar yrðu
teknar undir rikið, sem mætti auðvitað
ekki koma fyrir). En þessi skoðun
mín er nýlega breytt. Jeg held það
geti orðið til góðs fyrir kristilegt trú-
arlíf að skilja að ríki og kirkju. Og
mjer sýnist trúarlífið tæplega geta
verið daufara en það nú er í sum-
um prestaköllum.
En þar sem kjör prestanna eru
nú bætt, þá mætti nú ætla að þeir
legðu meiri alúð við starf sitt. En
komandi tími mun nú fljótt skera
úr því, hvort það verður. Því er ekki
að leyna að jeg er vondaufur með
að sumum ungu prestunum takist
að glæða trúarlífið, miklu belur gæli
jeg trúað, ef þeir fara langt í nýju
guðfræðinni, og kenna sum atriði,
sem eru gagnstæð þvi, sem áður var
kent, að aldraðir menn vildu heldur
lesa húslestur heima, sjer og sínu
fólki lil trúarstyrkingar, en að fara í
kirkju til þess prests.
Annars finst mjer mikið undir prest-
unum komið, hvort aðskilnaður verð-
ur eða ekki. Ef prestarnir fara að
kenna öðruvísi í mikilsverðum atrið-
um kristilegrar trúar, þá mega þeir
búast við að þeir ílýti fyrir aðskiln-
aði. En ef þeir í orði og verki sýna,
og hafa lifandi áhuga á að styðja
þann kristindóm, sem okkar bestu
biskupar og prestar hafa kent, þá
er skilnaður óþarfur.
Jeg er sannfærður um að það yrði
gott fyrir trúarlífið, að prestarnir á-
stundum á eftir messu spyrðu söfn-
uðinn að því, hvort einhverjir vildu
ekki biðja með sjer. Þessir bænafund-
ir gætu leitt mjög gott af sjer, og