Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.08.1920, Blaðsíða 8

Bjarmi - 15.08.1920, Blaðsíða 8
128 BJARMI dal vera prestakall sjer eins og var. En með þessu hefðu orðið 4 prestar í sýsl- unni í stað 3ja eftir lögunum, en þegar þau voru búin út, þá gekk sú alda yfir að fækka prestum sem mest, um annað virðist ekki hafa verið hugsað. En nú er þjóðin farin að sjá hve afar óheppilegt að þetta heíir verið, en þó um seinan, því það er við ramman reip að draga þar sem þingið er — að bæta úr hinum misráðnu hrauðasamsteypum.-------- Úr hrjefi frá »Runólfi í Dal«, — Ut ijfir gröf og dauða hefi jeg verið að lesa nú undanfarið. Hún er gefin út í þeim tilgangi að efla vonina um annað líf eftir þetta. Hún á að vcra nokkurs- konar fagnaðarerindi, gleðiboðsskapur efa- gjörnu mannkyni. Aðstandendur bókar- innar ætla sjer víst að gefa mönnunum ennþá öruggari vissu um annað og betra lif heldur en nokkurn tíma að Kristur gerði. »Versti óttinn er horfinn« segir á einum stað í nefndri bók. Það er ekki nýlega skeð vinur minn. Versti óttinn er horfinn fyrir löngu löngu. Pað má segja að óttinn við dauðann hefði i raun og veru átt að deyja út jafnsnemma og spá- menn gamla testamentisins hoðuðu og spáðu komu frelsarans í heiminn til að endurleysa mannkynið og þá ekki síður þegar þeir spádómar rættust og frelsar- inn kom lioldi klæddur og dvaldi hjer á jörðunni; birti mönnum erindi sitt hjer á jörðunni og fullvissaði mannkynið um gæsku Guðs og almætti og að allir sem á sig tryðu mundu lifa þó þeir dæu, Og þennan boðskap sinn sannaði hann með öllu liferni sínu, dauða og upprisu og himnaför og þá má ekki gleyma sendingu heilags anda, sem eitt með öðru mörgu sýndi að hann gat efnt loforð sin og hafði ráð á heilögum og himneskum náð- argjöfum. En samt hvar/ ekki óltinn. Hvers vegna? Vegna vanlrúarinnar. En svo ætla öndungar að reka óttann alveg á dyr. Pað sem Kristur gerði ekki, ætla þeir nú að gera. Og þá með því að týna saman frásögur um allskonar fyrir- brygði sem þeir auðvitað skilja ekki neitt til lilýtar. Jeg lái þcim það ekki neitt þó þeir skilji þau ekki. En það er þó eins og þeir álíti að nýtízku vafamál geti leitt mennina í skilning og gefið þeim varanlegan frið. Rekið óttann burlu. Pess- ir öndungar eru að visu allrar virðingar verðir fyrir starf i þarfir hræðra sinna og systra. En aðferðin- sem þeir hafa er hálf einkennileg. Iiún' er alls ekki svo skynsamleg að maður geti ætlað að hún sje framin af reglulegum visindamönnum sem hafa að öðru leyti alveg licilbrigða hugsun. Enda mjög sennilegt að árang- urinn af þessum tilraunum verði að sama skapi. Að ótlinn liverfi ekki alveg úr sög- unni þrátt fyrir tilraunir misviturra og vanmáttugra manná,- Jeg hafði ekki not af bókinni sem fagnaðarerindi. En jeg liafði skemtun af henni sem hverju öðru glensi eða meinlausum munnmælum eins og t. d. þjóðsögunum okkar, gömlum og nýjum, sem bæði lifa á vörum þjóðarinn- ar og einnig eru til á prenti. Pví að Krist- ur Iie/ir birt oss vilja sinn og ráð oss til farsældar bæði hjer og annars lieims. Hann kendi eins og sá sem vald hafði en ekki eins og hinir skriftlærðu. Og hókin »Út yfir gröf og dauða« er aðeins afardauf endurspeglun af gleðiboðskap þeim er hann lliitti oss, og sá hluti þjóðsagna vorra er stundum hafa verið kallaðar draugasögur hefir álíka mikið sannana- gildi fyrir annari tilveru eins og ofan- greind bók. Enginn spámaður er jeg, en því spái jeg að óttinn við dauðann hverfi ekki þrált fyrir alt. Pví er nú ver. Má þessvegna ætla að þessir umbótamenn vinni fyrir gíg. Frá ritstj. — Margföld reynsla fyr og síðar sannar að Guð tekur þráfaldlega allan ótta við dauðann frá börnum sín- um, þegar á þann hólm er komið. Sann- kristinn maður biður um krafta til þess starfs eða þeirra erfiðleika sem fyrir hendi eru og fær þá jafnóðum. — Hann biður ekki um sumarskó i janúar njc vetrarföt i júní, en hann veit að Drottinn hugsar um hann betur en góður faðir og sjer hvað bcst henlar livern dag, og hann er alveg viss um að máttur Guðs og miskunn kemur allra hest í Ijós þegar máttur vor er minstur. »t Kristi krafti jeg segi: Komdu sæll, nær þú vilt«. — Útgefandi Sigurbjorn Á. Gíslnson. PrnntcmifljHu íiutenberg,

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.