Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1921, Blaðsíða 20

Bjarmi - 01.01.1921, Blaðsíða 20
íUAkMt 16 .. --------■ ' ' ^ Hvaðanæfa. ^ ■ ■ —* Heima. Greinar okkar sr. Jakobs Kristinssonar I Tímanum, í haust, virðast hafa vakið töluverða eftirtekt, ef ráða má eftir mörgum brjefaummælum um pær. Sum- um sárnar að jeg skyldi ekki lialda áfram að svara honum, haíi jeg við það »slept góðu tækifæri til að vitna um Krist við lesendur Tímans«. — Öðrum virðist að jeg hefði ekki átt að skifta mjer neitt af grein sr. J. Kr. Sjerstaklega skrifar sveita- prestur einn langt brjef, hálfgerða biaða- grein, i pá átt. Hefir ritháttur sr. J. K. og persónulegar aðdróttanir hans auð- sjáanlega komið brjefritaranum til að ætla hann lakari mann en hann er, — þvi sr. J. K. er prúðmenni i framgöngu, þótt ókunnugur ætli annað vegna rithátt- arins, Fyrri hluti þessa brjefs hljóðar svo: »Góði vinur! Mjer varð hvert við, þeg- ar jeg sá, að þið sr. Jakob Kristinsson vor- uð teknir að deila í Tímanum. Jeg held að eitthvað stafi af því, sem verður frem- ur ilt en golt og sjerstaklega held jeg að þetta komi niður á ykkur sjálfum — held að deilan geri ykkur að verri mönnum. — Pað var sjálfsagt orð í tima talað, að þú skrifaðir grein þína i Bjarma. Pað var skylda þín og rjettindi — og þeir eru fjölmargir, sem taka í sama strenginn — þó ekki skrifi. Og hitt var þjer líka ómögulegt að varast, að sr. Jakob gripi tækifærið til þess, að bera hönd fyrir höfuð guðspekinnar. En þú hefðir ekki átt að svara honum — þó greinín hans sje ljót — og beri vott um stakt ræktar- leysi við feðratrú vora. Honum er vor- kunn og hann hefir afar erfiða aðstöðu. Eftir greinum sínum að dæma er hann eins og óþekt barn, er smánar móður sina og slær hana jafnvel í andiitið — en jeg gætí trúað að hann kæmi aftur að knjám móður sinnar, þegar frá líður. Og jeg held að hann vitkist og batni betur, ef ekki er skift sjer af honum. Rök- semdaleiðsla hans ber þess vott, að ann- aðhvort er hann ekki kominn til fulls skilnings á siðgæðisafli kristindómsins, eða hann er að striða þjer og reyna að gera þig reiðan. Hann heldur því fram, að enginn guðspekingur hafl verið i flokki þeirra manna, er fyrir slysinu og ógæf- unni urðu, heldur hafi það verið ný- fermdir unglingar undan handarjaðri rjetttrúnaðar prestanna í Rvík. — Þetta er sannkölluð hrygðarmynd af varnarað- ferð góðs manns. Jeg er sannfærður um það, að marga góða guðspekinga hryggir þessi hugsunarháttur. Fyrst gleymir mað- urinn því, að liann er uppalinn og fædd- ur í cvangeliskum lútherskum kristin- dómi, hefir tekið vigslu til þess, að boða fagnaðarerindi Jesú Krists, í samræmi við heilaga ritningu og erfikenningar kirkjunnar, og er nú orðinn forstöðu- maður fyrir guðspekisfjelagi. Jeg veit að manninum dyist ekki hvað slíkt hefir verið kallað á venjulegu mæltu máli, en það á hann auðvitað við Guð og sam- vizku sína. — En hugsanlegt væri, að einhverjum kynni að vera svo varið, að hann væri í vafa um, hvort væri verra, þetta, sem presturinn hefir gert, eða það, sem sumir unglingarnir gerðu — og vist er það, að á báðum stöðum hefir átt sjer stað hugarfarsbreyting. En þó prestur gleymdi þessu, þurfti hann ekki að gleyma Meistaranum og Pjetri. Flestum mundi koma saman um það, að hvorki veita »rjetttrúaðir« prest- ar eða guðspekingar betri fræðslu en Meistarinn — mannkynsfrelsarinn Jesús Kristur. Og minnisstæð mun hún flestum, sem iesa, skilnaðarræða frelsarans til lærisveinanna, auk sjálfsagt margra ó- skráðra áminninga til þeirra, — og saml henti lærisveinana fall og hrösun, og það af versta tagi, svo að segja í sömu and- ránni. Pað gengur þvi óbiigirni næst — svo ekki sje dýpra tekið í árinni — að presturinn skuli hælast um að ekki hafi unglingarnir verið guðspeking- ar. Pegar þess er svo minst — og prest- urinn sjálfur leggur áherslu á það — að guðspekingar taka ekki i sinn flokk nema — að minsta kosti ekki til að byrja með nema valið fólk — þá er því sorglegra að svona vopnum skuli vera beitt, til sóknar og varnar. — Pað er þvi mitt ráð, að þú eigir ekkert við þennan mann. Hann virðíst vera »til alls vís« — eins og Einar H. Kvaran lætur lögregluþjón- inn segja um Eggert Sölvason«. Útgefandi Sig-nrbjörn Á Gíslnson, PrsntcmlOian Qutenberg.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.