Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.01.1921, Blaðsíða 1

Bjarmi - 15.01.1921, Blaðsíða 1
BJARMI = KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ = XV. árg. Reybjavík, 15. jan. 1921. 3.-4. tbl. Varpaðn bvanði þínu á valnið. /iví pecjar margir dagar ern um liðnir, munt pit /inna pað aftur. Prjed. 11. 1. Smárit. Það er sagt að Hinrik Vergeland, Norðmanna skáld, hafi jafnan haft fullan vasa af greni og furutrjáa fræ- kornum, er hann var í skemtigöngum um norsk fjalllendi á sumrin, og haíi dreift þeim hvar sem hann hitti skóglausa bletti. Honum duldist ekki að ílest frækornin mundu engan árangur hafa, en vonaði að sum þeirra yrðu að trjám og þá væri ómak sitt margborgað. — Honum var áhugamál að klæða fjallið. Svipað vakir fyrir þeim mörgu mönnum erlendis, sem gefa kristileg smárit út. Ýms stór og smá smárita- fjelög gefa út fjölda kristilegra smá- rila, sem úlhlutað er eingöngu til gjafa. Margir áhugasamir söfnuðir gefa út sunnudagsblað, 4 litlar blaðsíður að stærð, með stutlri hugvekju og kristilegri smáSögu og sjá um að blaðið komist hvern sunnudagsmorg- un á öll heimili safnaðarins, áhuga- nienn leggja fram fjeð og vinnuna svo enginn þurfi að borga blaðið. Margur góður prestur telur sjer skylt að gefa kristileg smárit hvar sem hann kemur lil sjúklinga eða í húsvitjunarerindum, og sumir áhuga- nienn hafa þau jafnan með sjer er þeir fara að lieiman til að gela gefið þau á Ieiðinni. I sumar sem leið átli jeg erindi v*ð danskan stórkaupmann í Kaup- mannahöfn, en þegar jeg kom sögðu skrifstofuþjónar hans, að ef jeg brað- aði mjer mundi jeg geta liitt hann við sjerstakt götuhorn við »Kongsins nýja torg«. »Það er vani hans að vera þennan hálftíma þar og gefa öllum kristilegt smárit, sem fram hjá ganga«. Mjer þótti nýlunda að sjá stórkaupmann standa á gatnamótum í þeim erindum og liraðaði mjer áleiðis; en kom samt of seint. Hann var farinn. Vitanlega dylst engum, að mörg smárilin, sem gefin eru af handa hóti »falli við veginn« og »meðal þyrna«. En mörg eru dæmi þess að þau liafa mikil áhrif og góð, og vafa- laust kemur það oftar fyrir en gef- andinn fær vitneskju um fyr en á landi lifenda. lticard Baxter (1615—91), frægur enskur ritliöfundur, fann einhverju sinni kristilegl smárit, er varpað hafði verið í garð hans. Það ril knúði hann að krossi Krists, og síðan ritaði hann heimsfræga bók »Hvíld heilagra«, sem lesin er enn í dag víða um lieim. Baxter hjálpaði meðal annars sra. Filip Doddridge, ensku sálma- skáldi (1702—1751) lil lifandi trúar, en hann veitti síðar Wilberforce lá- varði, mannvininum mikla, sömu hjálp. W. hjálpaði Thomasi Chalmers (1780—1847) út úr skynsemistrúar- þokunni til lifandi trúar. En hann varð seinna leiðtogi fríkirkju Skota FramliaUl á hls 28,

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.