Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.01.1921, Blaðsíða 12

Bjarmi - 15.01.1921, Blaðsíða 12
28 BJARMl Frh. af bls. 17. og frægur um öll krislin lönd fyrir dugnað og fórnfýsi. Það var smárit sem orsakaði afl- urhvarf Coligny hershöfðingja Hú- genotta á Frakklandi, og sama ritið er mælt að hafi valdið afturhvarfi Vilhjálms Þögla frá Úraníu. Mörg íleiri dæmi mætli telja um mikil áhrif lítils rits. Á voru landi eru þeir harla fáir, sem nokkru sinni hafa stuðlað að útgáfu og útbreiðslu kristilegra smá- rita, hinir miklu fleiri, sem í fávizku sinni telja slíkl lítilsvirði. En vera má að það breytist. S. Á. Gislason. —=-----■' ■■ ==^ Hvaðanæfa. 4 ^ Heima. Síra Eiríkur Gíslason prófastur á Slað i Hrútafirði andaðist í f. m. Hann var fæddur 14. mars 1857 á Reynivöllum í Ivjós. Foreldrar hans voru sira Gísli Jó- hanncsson og kona hans Guðlaug Eiríks- dóttir Sverrissonar. Ilann tók guðfræðis- próf árið 1880, vígðist að Presthólum árið eftir, fjekk Lund 1882, Breiðabólsstað á Skógarströnd 1884, Staðastað 1890 og Prestsbakka 1902. Hann var þingmaður Snæfellinga 1894—99 og prófastur Stranda- sýslu frá 1902. Kona hans var Vilborg Jónsdóttir, prófasts Pórðarsonar frá Auð- kúlu. — Síra Eiríkur var vinsæll maður og vel látinn af öllum kunnugum. Frú Guðríður Pálsdóttir, ekkja sr. Sveins Eirikssonar í Ásnm, andaðist 5. des. f. á., 75 ára gömul á Flögu í Skaftártungu. Hún var móðir Gisla sýslumanns í Vík, Páls kennara við Mentaskólann og peirra systkina. Frú Sigríður Ólafsdóttir, Gunn- laugssonar Briem á Grund í Eyjafirði, ekkja Davíðs prófasts Guðmundssonar og systir Valdímars Briems vigsluhiskups, andnðist 2. nóv. f. á. Af börnum peirra hjóna eru á lífi: Ragnlieiður, kona Stefáns alþingismanns í Fagraskógi, Guðmundur hreppstjóri á Ilraunum í Fljótum, Val- gerður og Hannes, sem bæði bjuggu með móður sinni á Hoii. Af þeim, sem dáin eru, má sjerstaklega nefna Ólaf þjóðsagna- fræðing, er druknaði í Hörgá fyrir 17 árum. Frú Guðlaug M. Jónsdóttir frá Brekku í Fijótsdal, ekkja Jóns prófasts Guttormssonar i Hjarðarliolti (f 1901), andaðist i Reykjavik í des. siðastl. Börn þeirra lijóna eru: Jón hjeraðstæknir á Blönduósi, Páll verslunarstjóri, Guttorm- ur járnsmiður, Guðlaug, ekkja Andrjesar söðlasmiðs, Margrjet, kona Björns Stefáns- sonar kaupmanns, öll í Reykjavík, og Ragnheiður, ekkjufrú í Khöfn. Iíunnugir hafa borið konum þessum besta vitnisburð. Að vestan. Tjaldbúðarkirkjan í Winnipeg. Heimskringla skýrir svo frá 10. nóv. í vetur: »Tjaldbúðarkirkjan átti að seljast við uppboð á laugardaginn. Aðeins eitt boð kom fj’rir $ 21,000, en það þótti lánfjelag- inu ekki nógu hátt og bauð hana inn aft- ur. Verður kirkjan því að tíkindum seld prívatsölu«. Pessi frásögn er verulega raunaleg, þar sem hjer er að ræða um líklega vönduð- ustu kirkju, sem íslendingar hafa reist á siðari árum. Hún átti að verða óbrotgjarn minnisvarði um fórnfýsi og áhuga ís- lenskrar n5rguðfræði vestan liafs, en örlög hennar sýna, livað vall er að treysta þeim áhuga, sem deilur eiga drjúgan þátt í. Söfnuðurinn klofinn og á í málaferlum um kirkjuna, kirkju, sem er svo skuldug, að lánardrottinn setur hana á uppboð. Pað eru hörmuleg afdrif, en æltu að vera lærdómsrík fyrir oss hjer á Fróni. — Eftir að þetta er sett kemur Heims- kringia frá 1. des. með þá frjett, að dr. B. J. Brandson, forseti »fyrsta lúterska safnaðar# í Winnipeg, haíi kcypt Tjald- húðarkirkjuna af lánfjelaginu og muni lúterski söfnuðurinn ílytja sig þangað eftir nýárið. — í rúm 2 ár hefir kirkjan verið lokuð að kalla, cða síðan sr. Friðrik Berg- mann fjell frá. Söfnuðurinn hans gamli sundraður og cignalaus, en kirkjan seld »þeim þröngsýnu«. — Svo fór það. Útgefandi Sigurhjiirn Á, Gíslason. PrfinUmiflian Gutenbsrg.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.