Bjarmi

Volume

Bjarmi - 15.05.1921, Page 1

Bjarmi - 15.05.1921, Page 1
BJARMI = KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ XV. árg. Reybjavík, 15. maí 1921. Hver sem hefir soninn hefir lí/ið. (I. Jóh. 5, 12). 12. tbl. Alvariegt íhugunarefni. Aðal erindi mitl, að þessu sinni, er að vita hvort þú viljir ekki stuðla að því (með Bjarma) að slofnað verði hjer á landi wFjelag kristinna manna« — er nái yflr alt landið, til varnar binum sanna náðarboðskap Jesú Ki ists um fórnardauða og friðþæging hans fyrir syndir allra þeirra er leita að krossi hans í iðrun og trú. Fjelag þetta ætti að vera nokkurs konar samband allra sannkristinna manna, ungra og gamalla af öllum stjettum iil varnar pvi, að hinar ó- gæfusömu og ókristilegu stefnur; njr guðfræði, andatrú og guðspeki fái náð tökum á þjóð 'vorri og leitt hana á glapstigu í trúarefnum. Sjerhver sannkristinn, karl og kona, getur fengið inngöngu í fjelagið gegn því, að undirrita skuldbindingu, er mætti hljóða eitthvað á þessa leið: I. Á þessum alvarlegu hættu tímum, þegar nýguðfræði, andatrú og guð- speki, vinna að því að svipta menn traustinu á hinu opinberaða orði Guðs í heilagri ritningu, teljum við undir- rituð það heilaga skyldu vora að játa trú vora á Jesúm Krist, eingetinn son Guðs, krossfestan og aftur upprisinn, frelsara og friðþægjara syndugra manna, og jafnframt hið óbifanlega traust vort á heil. ritningu sem lampa vorra fóta og ljós á vorum vegum. Og við lofum fyrir augliti Guðs trú- lega og samviskusamlega að varð- veila hina guðlegu opinberun eins og hún er til vor kominn heilagri ritn- ingu. Við lofum einnig að afhenda hana óskerta og ófalsaða börnum vorum og afkomendum. II. Þar sem svo ber við, að sókn- arprestur vor afneitar höfuðatriðum kristinsdómsins, en aðhyllist nýguð- fræði, andatrú eða guðspeki, ásetjum við oss að koma saman utan kirkj- unnar til að hlýða á hina einu sálu- hjálplegu kenningu og neyta heilagr- ar kvöldmáltíðar drottins vors og frelsara. Vjer lofum að vera á verði og gjöra alt er í voru valdi stendur, til þess, að börn vor verði uppfrædd í hinni sáluhjálplegu kenningu Jesú Krists. III. Til þess að þjóð vor geti sem fyrst áttað sig á nýguðfræðinni, sem jafnaðarlega fer mjög huldu höfði í kenningum sínum, teljum vjer oss skylt að vinna af fremsta megni að að því, að fræðandi kristileg rit verði útgefin, svo þjóð vor fái að þekkja ný- guðfræðina í allri sinni nekt. IV. Vjer lofum að vinna að því af fremsta megni, að einungis hið ófals- aða fagnaðarerindi frelsara vors verði boðað á heimilum vorum og lestur heilagrar ritningar liafður um hönd. V. í Jesú nafni viljum vjer hefja þetta trúvarnarstarf kristinna manna hjer á landi og biðjum góðan Guð að ]já oss lið og styrk til þess ávalt að auðsýna kærleika og trúmensku i þessu voru háleita starfi. Til þessa gefi góður Guð oss sína

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.