Bjarmi - 15.05.1921, Page 2
fi j Ak M Í
ÖÓ
náð fyrir Jesúm Krist, frelsara vorn.
Amen. Sóknarprestur.
Athugasemd ritstjórans.
Hjer er alvörumál á ferð, sem rjett er
að líta á frá ýmsum hliðum. Orðalaginu
á yfirlýsingunni höfum vjer hvergi breytt,
enda þótt höf. gæfi oss leyfi til. Breyt-
ingartillögur verða ihugaðar, pótt seinna
komi.
Vafalaust eru allmargir, einkum meðal
leikmanna, sárgramir þeim villustefnum
sem lijer er rætt um, og enn fleiri, ef hoð-
berarnir væru ekki leiknir í að dylja skoð-
anir sínar við og við með gömlum og
góðum kristilegum orðum, setn þeir leggja
alt annan skilning í en alment er meðal
kristinna manna. En gremja og óbeit, þótt
gegn villu sje, er ekki sama og lifandi
kristindómur. Vjer erum hræddir um að
afturhvarf og endurfæðing sje í nærri
eins mikilli þoku hjá sumum »vinum
eldri stefnunnar« eins og hjá villustefn-
unum sjálfum. En sje svo, er þeim vin-
um vorum treystandi eða er þeim holt
að fara i þann fjelagsska]), sem hjer ræð-
ir um? — Mundi það ekki-verða lil þess
að þeir ímynduðu sjer að þeir ættu-það,
sem þá þó vanhagar mest um: truarvissu
um fyrirgefningu syndanna fyrir Jesúm
Krist ?
Eru sannkristnir menn og konur með
trúarvissu og trúardjörfung ekki svo sár-
fá víðast hvar, að þeiin yrði erfitt að
finnast?
Samfundir trúaðra manna utan kirkju
eru æskilegir ýmsra hluta vegna, og eðli-
legt að trúað fólk forðist að hlusta á villu-
trúarmenn, hvort sem eru hempuklæddir
eða ekki. í Noregi er altítt að trúað fólk
hafl samkomur sínar jafnhliða messu í
kirkju þegar það vantreystir sóknarprest-
inum í trúmálum. Og þar eru kvöldmál-
tíðarsamkomur, þótt enginn prestur sje
þar viðstaddur, — en er alþýða vor svo
þroskuð í trúarcfnum að slíkt sje ráð-
legt? — Og hvað margir mundu þola
þröngsýnis og ofsatrúar aðdróttanir van-
trúaðra blaðamanna og presta?
Þessar spurningar, eða aðrar þeim
skyldar, eru ekki ætlaðar til að draga
kjark úr áhugamönnum, heldur til þess
að vekja umræður um rnálið og benda á
í upphafi, að margir verða erfiðleikarnir,
og ekki til neins að fara af stað nema
vjer sjeum sannfærðir um að Drottinn
sje með í verki.
Pað er velkomið að ræða málið í
Bjarma eftir því sem rúm lians leyfir.
Leitið Drottins.
Prjedikun flutt í Grindavíkurkirkju 2, sd.
i adventu 1920 af
sr. Brgnjólfi Magnúss'yni.
(Niðurl.).
Já, sá sem á hana — sá sem trúir
og treystir á náð Guðs og fyrirgefn-
ingu og frelsun í Jesú Iíristi og að
öll Guðs börn muni að lokum til
hans koma, — hann getur alt af
verið öruggur og hefir ekkert að ótt-
ast, hve nær og hvernig sem hin jarð-
neska tilvera endar. — Hann veit
hvort sem er að hjer er engu að
treysla. — Hann veit, að hjer er
hann sífelt háður hinum blindu og
tilfinningarlausu náttúruöflum, sem á
hverju augnabliki geta úr skorðum
gengið og valdið hinni ægilegustu
og skelfilegustu eyðilegging. Hann
veit að löndin og fjöllin og höfin og
alt sem að stöðugast sýnist standa
getur á einu augnabragði umturnast
og kollvarpast og grandað lífi hund-
raðanna og þúsur.danna. Já, hann
veit að hann í hverju spori Jífsins
getur mælt því augnabliki er sól og
tungl sortna fyrir sjónum hans og
ljós þessa heims hættir að skína
fyrir honum og gleðja augu hans.
— — þetta augnablilt mætir fyr
eða siðar oss öllum, góðir menn,
og þá hefir ekkert gildi annað en
það að hafa trygt sjer náð Guðs og
von eilífs lífs og hafa lifað þannig
og breyft, að vjer getum öruggir
mælt fyrir Krisls dómstóli, eða hon-
um, sem á að meta allra okkar verk
og gerðir.