Bjarmi - 15.05.1921, Síða 3
BJARMI
Vjer tölum oft um það, að það
sje hin mesta nauðsyn og æðsta
spurning að gela fengið þvl svarað
þannig að enginn þurfi um að efast,
að tilvera eilifs lífs eða annars lífs
eigi sjer stað og sje ábyggileg.
Ef það fáist greinilega sannað,
hvorl heldur sje fyrir miðla eða anda-
trú eða á annan hátt, sje öllu óhætt
og allur ótti og kvíði samstundis
horfinn fyrir dauðanum.
Ekki er svo að sjá, að frelsarinn
Jesús Kristur gjöri ráð fyrir þessu.
Hann efaðist víst aldrei eitl augna-
blik um, að annað líf væri til eða
annar heimur, sem taka mundi við
I af þessum hinum sýnilega. Hann
vissi, að hann mundi sjálfur upprísa.
Og hann sýnist aldrei hafa gert ráð
fyrir því að mennirnir mundu svo
mjög yfirleitt afneita trúnni á annað
líf eða telja það líklegast, að það
munói ekki eiga sjer stað. — En
samt gjörir hann ráð fyrir þessu,
að þeir muni ávalt hræðast og skelf-
ast og fyllast ógnun, er þeir eigi að
mæta dauðanum og hann að koma
snögglega yfir þá.
Af hverju gjörir hann ráð fyrir
þeirri hræðslu?
Af hverju segir hann, að heims-
bygðin muni öll skelfast við hin
hinstu endalok, en lærisveinarnir og
þeir, sem trúna hafa öðlast, fyllasl
fögnuði við hina síðustu atburði og
skoða svo sem þá sje sumarið og
eilífðin i nánd?
Já, af hverju stafar þessi mismun-
ur? —
Hann stafar af þvi, að það hjálpar
út af fyrir sig ekkert þó menn trúi
tilveru annars lifs, ef menn ekki
jafnframt trúa tilveru Guðs, náð hans
og kærleika og eilífri sælu í ríki hans
á himnum.
Pað er af þessum sökum, sem jeg
legg svo undur lítið upp úr anda-
91
trúnni og öðrum slíkum trúarbrögð-
am, sem svo mikinn vind gera úr
hinum svo kölluðu »sönnunum« fyrir
tilveru annars lífs og álíta alt fengið,
ef þær geta orðið almenningseign og
af öllum teknar gildar. Fyrir mjer
hafa þær í rauninni helst ekkerl að
segja.
))Djöflarnir trúa öðru lífi«, segir
Jakob postuli mjög hnitlilega I þessu
sambandi, »en skelfast þó«.
Ef jeg ekki jafnframt fæ hending
um að þetta annað lif sje betra og
fullkomnara en þetta jarðneska, sem
vjer lifum hjer, finst mjer jeg I raun-
inni engu bættari,
Og ef mjer, umfram alt, ekki jafn-
framt. er bent á nein ráð til að verða
betri maður, — til að sigra syndina
og gallana og brestina hjá sjálfum
mjer, til að öðlast fyrirgefningu og
náð og frelsun hjá góðum Guði — ef
mjer ekki er bent á neitt, sem getur
hjálpað mjer til þessa, finst mjer til-
vera annars lífs vera mjög svo hæp-
in og alt annað en eftirsóknarverð.
En andatrúin fræðir mig einmitt
mjög lítið um þetta. Hún segir þvert
á móti að I kringum oss sje fult
af illum öndum og vondum verum,
sem sífelt geti gert oss hinar og þess-
ar skráveifur og skaðað oss líkam-
lega og andlega.
Hún segir að vjer verðum sjálfir
að afplána fyrir syndirnar, sjálfir að
láta oss takast að lifa svo fullkomnu
lífi, að vjer getum orðið hæfir fyrir
tilveruna á hinum svokölluðu hærri
sviðum eöa »plönum« andaheimsins.
Ef oss ekki takist þetta, segir hún
eða stallsystir hennar »guðspekin«,
að vjer verðum að fæðast aflur og
aflur og sifelt að byrja á nýjan leik,
hvað oft, veit enginn og hún víst ekki
sjálf.
Jeg gel nú eigi að því gert, að jeg
stórfurða mig á, að nokkur kristinp