Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.05.1921, Blaðsíða 6

Bjarmi - 15.05.1921, Blaðsíða 6
94 B JARMI Jóna í óspurðum frjettum, óðar en Björg kom inn. »Og það fór svo sem jeg átti von á, hann er sakleysið sjálfkc. »Sannleikurinn er sagna bestur, Brandur minn«, sagði Björg alvöru- gefin. »Það er stundum full erfitt að segja hann, en erfiðara verður þó að leyna honum og burðast með vonda samvisku«. »Þjer trúið mjer þá ekki heldur«, hvislaði Brandur og fól andlitið í höndum sjer. »Og hvað á jeg þá að segja?« »Þú veist það ofur vel, karl minn«, sagði Jóna þóttalega. »Veslingurinn!« tók Björg til orða. »Þú átt báfgt. Við þekkjum það hvor- ug, Jóna mín, að eiga í höggi yið þannig lagaðar freistingar, og við skul- um því ekki taka of hart á lionum«. Játning skáldsins. (Sven Lidmans). Þú himins ástarundur, sem enginn skilið fær, sem speki heimsins hærri ert og hverja synd af þvær. Eg geng úr syndasalnum með sorg og til þín sný og fleygi mér sem fárátt lamb í faðminn þinn á ný. Þilt blessað blóðið rauða, hvern bletl af sálu þvær, með hönd á krossi’ i herinn þinn, er hverf eg, Jesú kær. Og auðmýkt, ást og hlýðni um æfi þér eg sver, því héðan frá um eilíf ár eg einum heyri þér. Eg fagna frelsi minu, þig, faðir, hef eg þráð — eg er þitt barn, þú elskar mig, eg undrast þína náð! B. J. Nýjar bækur. Ol/ert Rikard: Hlýir straumar. Theo- dór Árnason þýddi. )>Til ungra manna«, var fyrsta hugs- unin, sem vaknaði hjá mjer, þegar jeg var búinn að lesa bókina. Hún á sannarlega erindi til æskulýðsins hjer á landi engu síður en i Dan- mörku, enda er hún frá hendi þess manns, sem sjerstaklega er sú gáta gefin, að tala svo til ungra manna, að þeim geti hitnað um hjartaræt- urnar og »lokist upp fyrir þeim ritn- ingarnar«. Síðasta erindið í bókinni, um »bænina«, er svo sannfærandi og hjartnæmt, sem framast getur orðið. Guð gefi, að það geti gjört hvern þann, sem les það, »staðfastan í bæn- inni«, þessum heilaga krafti, sem er »lykill að Drottins náð«. Einskis þarfnast íslenskur æskulýður meir nú en fyrirbœnir. Verði hin uppvax- andi kynslóð eigi kristin í sönnum skilningi, þá er úti um fagra framtíð þessarar þjóðar. En stefni islenskur æskulýður að því marki, sem þessi bók setur lion- um, þá munu orð skáldsins sannasl í andlegum skilningi. »Þá mun þiðna allur ís og snær, en aukasl blóm«. B. J. Jesús i dalnum, tvær ræður flultar í dómkirkjunni 22.—2. og 2.—3. af síra Bjarna Jónssyni. Verð 1 kr. Fyrri ræðan er sjerprentun úr Bjarma, sem lesendurnir kannast við,

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.