Bjarmi - 15.05.1921, Qupperneq 7
B J ARMÍ
ós
en eru báðar g,óðar. Kristindómsvin-
ir ættu að minnast þess, að hverl
gott lcristilegt rit verður, ef það út-
breiðist vel, j7msum til verulegrar
blessunar og stuðlar óbeinlínis að því
að fleiri komi á eftir, en ef það selst
illa, verður það gagnslítið og dregur
úr útgáfu íleiri slíkra rita.
Hlýleg ummæli eða kuldaleg valda
þá miklu. Sá heiðingjasiður, að j'pta
öxlum með hálfgerðri fyrirlitningu við
kristilegum bókum, er veruleg mink-
un svo kölluðu kristnu fólki.
Danmðrk eftir 186A.
Dansk-islenska fjelagið ætlar að gefa
þá bók út í 4 heftum. Er fyrsta heft-
ið komið út og heitir: Viðgangur þjóð-
ar vorrar eftir 1864, eftir E. Munk lýð-
liáskólastjóra í Höng, með inngangs-
orðum eftir Age Meyer Benedictsen.
Það er sjerlega fróðlegt og gott rit,
sem hvert bókasafn þarf að eignast.
Heftið er 103 bls. og kostar 4 kr., en
fjelagsmenn fá það sama og ókejrpis,
því árstillagið er svo lítið. í haust er
von á næsla hefti Kirkjulif i Dan-
mörku eftir 1864, eftir síra Lomholt
Thomsen í Khöfn.
„Árin og eilifðin,<.
Einn af nágrönnum mínum, sem
hafði keypl bók þessa, og vissi að jeg
átti hana eigi, sendi mjer hana með
þeim ummælum að mig mundi langa
til að kynnast henni, og mætti jeg
halda henni í viku. Jeg tók bókinni
tveim höndum, því jeg hafði heyrl
henni hrósað, jeg gerði nú ráð fyrir
að nota hana við heimilisguðsþjón-
ustu næsta sunnudag, en þó svo að
kynnast henni eitthvað áður, því ekki
vildi jeg bjóða heimilisfólki mínu
upp á aðra húslestra en þá, sem jeg
gæti verið ánægður með fyrir sjálfan
mig.
Næsla sunnudagsmorgun, að aflokn-
um nauðsynlegum morgunverkum, fór
jeg inn í svefnhús mitt og fór að lesa
í bókinni, og las tvo lestra. Að því
búnu lagði jeg hana frá injer, tók
minar venjulegu húslestrarbækur og
notaði þær viö heimilisguðsþjónustu
mína að vanda.
»Af hverju syngur þú þessa sálma
í dag«, spurði einn heimilismanna
minna, þegar búið var að taka til
sálmana. aÞað kemur af því sem jeg
var að lesa«, varð mjer að orði.
»Hvað varstu að lesa«, var þá spurt.
»í bókinni hans Har. próf. Níelsson-
ar, var svarið. Sálmarnir eru í Sálma-
bókinni: nr. 420 og 427.’) Jeg vil
halda mig við það. Get ekki lifað og
dáið upp á aðra trú en þá: að frels-
arinn Jesús Kristur liafi verið al-
máttugur, algóður og alvitur, og af
þvi að jeg lít svo á frelsarann, get
jeg ekki notað »Árin og eilífðin«,
sem húslestrabók. Böndi.
f ■■■==" ...... ==T
Hvaðanæfa.
Vt. .... _=.... =6'
Heima.
Sira Jóhann Porkelsson dóm-
kirkjuprestur í Rvík átti 70 ára afmæli 28.
f. m. Sendi margur honum hlýjar kveöj-
ur pann dag eins og vænta mátt um svo
vinsælan prest.
Sóknarnefndin færöi honurn J000 kr.
heiðursgjöf frá söfnuðinum og flutti hon-
um pakkir og blessunaróskir.
Heimsóknir og heillaóskaskeyti komu
alian daginn í hópatali; eitt skeytið var
1) »Vor Guð er borg á bjargi traust«
og 4 fornöld á jörðu var frækorni sáð«.