Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1923, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.04.1923, Blaðsíða 12
56 BJARMI Áður voru altarisgestir við 2. eða 3. hverja guðsþjónustu, en þar sem vakningin er komin, er altarisganga við sama sem allar guðsþjónustur presta, jafnt virka daga sem aðra. Þegar Færeyingar tóku fyrir hjer um bil 30 árum verulega að stunda þilsuipaveiði, og voru að heiman mikinn hluta árs, fyrst við strendur íslands og síðar í hskflutningi til Eng- lands og Danmerkur, þvarr töluvert virðingin fyrir þessum og öðrum fleiri góðum og gömlum venjum. wÞetta er tómur dauður vani«, sögðu ungu mennirnir, og þótt gamla fólkið hristi höfuðin yfir slíkri »vantrú«, þá fjölg- aði þeim smáinsaman sem ljetu svip- að í ljósi. Fyrstu vakningaráhrifin komu frá Skotiandi fyrir 50 árum með Ply- mouth-bræðrum, sem jafnan eru kall- aðir »Baptistar« á Færeyjum, af því að þeir hafna barnaskírn. Kannast margir íslendingar við »gamla mr. Sloan« í Þórshöfn, er var leiðtogi þessa trúboðs áratugum saman. Leit- uðu um hríð þangað þó nokkrir, sem þótti safnaðarlif þjóðkirkjunnar dautt og dofið, en þó hefir þetta trúboð aldrei gagnsýrt fólkið og fremur hnign- að síðustu árin meðfram fyrir ýmsar öfgar, sem þvi hefir fylgt. Fáeinir adventistar eru og í Færeyjum, en ekkert annað trúmálastarf utan þjóð- kirkjunnar. Spiritismi og guðspeki engin. Síðan um aldamót hafa ýmsir trú- aðir prestar danskir reynt að vekja safnaðarlíf á Færeyjum. Telja menn að einkum hafi Axel Moe gert mikið í því efni. Hann var fyrst nokkur ár launaður af beimatrúboðinu danska og síðar prestur á Suðurey og ritstjóri »Færeyiskra kirkjutíðinda«. Um sama leyti starfaði Nielsen stýrimaður og Ryving-Jensen í K. F. U. M. í Þórs- höfn, nú er R. J. orðinn prestur í Danmörku, og K. F. U. K., sem ung- frú Henriette Hansen starfar að, er miklu öflugra i Pórshöfn síðustu ár- in, og eiga þó bæöi prófasturinn, Dahl, og sira Hermansen ritstjóri »Kirkju- tiðinda« að starfa meðal ungu pilt- anna. Stúlkurnar eiga gott samkomu- hús, en piltarnir lána hús hjá þeira einu sinni á viku. Síðustu 5 árin hefir heimatrúboðið danska sett 4 leikprjedikara á Fær- eyjum, — 2 Dani og 2 Færeyinga, — og ferðast þeir fram og aftur um eyjarnar að halda samkomur og út- breiða kristilegar bækur. Pegar síra Moe fluttist aftur til Danmerkur fyrir 6 árum, voru 4 presta- köll prestslaus á Færeyjum um hríð, og þá fór vaknaða fólkið bæði að biðja Guð um trúaða presta og sjálft að star/a meira að trúarvakningu en áður. Góðir prestar komu, svo að »nú eru kirkjurnar orðnar kirkjur guðsbarna«. Flestir prestanna taka þátt í biblíulestrum og bænasamkomum vaknaða fólksins, og einn danski presturinn hefir nýlega krafist þess í »Kirkjutíðindum«, að kirkjurnar sjeu notaðar til slíkra funda, telur hann alveg rangt að þær sjeu lokaðar alla virka daga, nema prestur komi, svo að fólk þurfi að leggja fje í önnur kristileg samkomuhús til þeirra funda, sem hvergi eiga betur heima en í kirkju. Síðustu 3 árin hefir vaknaða fólk- inu fjölgað stórum, greinileg trúar- vakning hefir farið um eyjarnar víð- ast hvar. Hún hefir ekki verið bund- in við neinn sjerstakan prjedikara, heldur trúfast starf og bæn fjölmargra. »Peir trúuðu starfa, því vaknar fólk- ið«, segja Færeyingar. Fyrir. 3 árum eignaðist t. d. ein kona fulla trúarvissu í bygð, sem tel- ur um 150 íbúa, hún fór að lesa biblíuna með nágrannakonum sínum og það varð byrjun þess að nú hafa

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.