Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.04.1923, Side 14

Bjarmi - 01.04.1923, Side 14
58 BJARMI muni stjórna starfinu í heilsuhælinu án mín. Jeg hugsa kviðalaust um skurðinn, ekki af því að jeg sje svo mikill kjarkmaður, heldur af því að jeg veit að synd mín er afmáð vegna Jesú Krists«. Prátt fyrir alt annríki við læknis- slörf og sálgæslu við heilsuhælið, tók hann töluverðan þátt í trúmálastarfi víðar, var lengi í stjórn kristniboðs- fjelagsins danska og unni öllu kristni- boði, sem Danir hafa með höndum, sömuleiðis var hann einn af stofn- endum og stjórnendum kristilega læknafjelagsins, sem getið var um í Bjarma 3. tbl. þ. á.1) og eru þau fje- lög bæði aðallega studd af heimatrú- boðsfólki dönsku, sem enn er stund- um verið að hallmæla hjerlendis af lítilli sanngirni. t*að mundu þó væntanlega allflestir telja það gleðilegan vott um góð áhrif kirkunnar, en enga »andlega eyðimörk«, ef hjerlendis væri öflugt kristilegt læknafjelag með ýmsum bestu læknum vorum í broddi fylk- ingar, er styddi bæði kristniboð í heiðingalöndum og heima fyrir. Edvard Sverdrup var frá Balaströnd í Sogni í Norvegi. Faðir hans var þar prestur og prófastur í 34 ár. Föðurbróð- ir hans var Jóhann Sverdrup »vinstri« manna foringi og um hríð forsætis- ráðherra Norðmanna, elsti bróðir hans Jalcob varð prestur, ráðherra og síðast biskup (f 1899), Georg bróðir hans var prófessor í guðfræði við norskan prestaskóla í Minneapolis vestan hafs, frá 1874 til 1907. Edvarð var langyngstur systkina sinna (f. 1861), og lengi framan af bar lítið á honum í samanburði . við bræður hans. En kunnugir vissu að mikið ') Par er sú prentvilla aö málgagn þeirra á að heita »Nordisk Kristelig Lægeblad« (ekki »Dagblad«.) bjó með honum, og hann var vel- metinn prestur í góðu brauði,« þegar kirkjubaráttan norska hófst og safn- aðarprestaskólinn var stofnaður (1907) Forgöngumenniruir skoruðu á hann að verða kennari í kirkjusögu við skólann, og eftir langa umhugsun gekk hann að þvi, og varpaði sjer með þvf út í langa og erfiða baráttu 46 ára gamall. En þá kom best í Ijós hvað mikilhæfur hann var. Hann var formaöur skólans frá 1911 til dauðadags, og síðustu árin flyktust fleiri stúdentar að fyrirlestrum hans en nokkurs annars guðfræðisprófes- sors í Krislianíu. t*eir urðu að sitja hver undir öðrum stundum, því að húsakynni skólans hafa verið sniá- vaxin. En alt af var hann hógvær og alt af fanst honum að hann yrði að vanda sig betur. Tólf síðustu ár æfi sinnar var hann og formaður aðalheimatrúboðsins norska og varð alt af meiri og meiri leikmannavinur »frjáls starfsemi leikmanna að trú- máium er framtíðarvon kirkju vorrar«, sagði hann. Stúdentum var hann faðir, samkennurum eldri bróðir og leiðtogi þúsunda leikmanna um endi- langan Norveg. Nýguðfræði og van- trú var hann þungur í skauti, og tók mikinn þátt í kirkjumálabaráttunni. Snemma i janúar i vetur var trú- málafundur mikill í Gjeilo, Sverdrup prófessor var þá lasinn, og gat ekki farið til fundarins, en hann sendi þangað þetta skeyti: »Plant korset fast i Norges fjeld, og fylk i enig vagt. Saa korset skal til Norges kveld. forkynde Herrens magt«. Það var síðasta símskeyti hans. — Hann frískaðist raunar svo að hann gat verið við, er kensla hófst, eftir prófið, í prestaskólanum 20. janúar. Frövig prófessor flutti aðalræðu þar,

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.